2455

10 Miðvikudagur 27. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Listakona á heimaslóðum myndir eftir Guðný í Miðgarði við Austurveg og vonast hún til að sem flestir sjái sér fært að koma og skoða þær. geta haft heimili mitt fyrir eitt allsherjar gallerý þegar fram líða stundir,“ segir Guðný. Nú hanga uppi valdar klippi­ G uðný Guðmundsdóttir, listakona með meiru, sýnir um þessar mundir klippimyndir í Miðgarði við Austurveg á Selfossi. Guðný er fædd og uppalin í Flóanum en er að koma sér fyrir í nýju húsi á Selfossi. Hún segir að það hafi verið mjög góð ákvörðu að flytja á Selfoss. „Nú er ég í góðum félagsskap með fólki sem ég þekki til og þekkir til uppruna míns. Mér hefur verið vel tekið, ekki síst í Hörpukórnum og Kvæðamannafélaginu Árgala. Ég er mjög þakklát fyrir að geta sýnt myndlist mína hér á Selfossi, en ég geri klippimyndir, klippi út úr tímaritum og lími í listaverk, collage er það kallað. Tónlist og myndlist varðveita stóran hlut af sál minni og tilveru. Ég er á fullu við að koma mér fyrir í nýja húsinu mínu og hugsa gott til glóðarinnar að Listaverk eftir Guðný Guðmundsdóttur. Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum í Hruwnamannahreppi – Frummatsskýrsla Frummatsskýrsla K ynningarferli frummatsskýrslu um hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum er hafið. Frestur til að skila athugasemdum til Skipulagsstofnunar er til 10. ágúst 2018. Frummatsskýrsla er birt á heimasíðu Mannvits, www.mannvit.is , heimasíðu Kerlingarfjalla, www.kerlingarfjoll.is , og heimasíðu Skipulagsstofnunar, www. skipulag.is . Kynningarfundir Fyrirhuguð framkvæmd og mat á umhverfisáhrifum hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum verða kynnt á opnum kynningarfundi þann 3. júlí 2018 kl. 12:00 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Einnig verður kynningarfundur 3. júlí kl. 17:00 í húsi Verfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9 í Reykjavík. Allir eru velkomnir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar með bréfpósti eða tölvupósti á skipulag@skipulag.is . Athugasemdafrestur er til 10. ágúst 2018. Kvenfélag var og verður K venfélagið Sigurvon var stofnað 25. janúar 1940. Konurnar sem skipuðu fyrstu stjórn félagsins voru Steinunn Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Gísladóttir gjaldkeri og Guðrún Elíasdóttir ritari. Á þriðja fundi þessa nýja félags sem haldinn var 4. mars 1940 í samkomuhúsi Þykkvabæjar, var samþykkt að taka á móti Sambandi sunnlenskra kvenna með ársfund sinn þann 31. maí. Kvenfélagið Sigurvon var 24. félagið til að ganga til liðs við sambandið. Ekki var nú fyrirvarinn mikill, en félagskonur gerðu sér lítið fyrir og stofnuðu kvennakór til að skemmta á fundinum. Þetta segir í fundargerð frá 1. apríl og var þar einnig samþykkt að félagið biði fundarkonum til „SAMDRYKKJU“ í lok þings. Þingið stóð í þrjá daga frá 31. maí til 3. júní. Frú Herdís Jakobsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (1928–1948) þakkaði konunum í nýstofnuðu kvenfélaginu fyrir góða samveru og höfðinglegar móttökur í Þykkvabænum. Í lok fyrsta starfsárs Sigur­ vonar voru félagskonur 37. Þarna voru saman komnar stór­ huga konur sem létu sér fátt óviðkomandi í samfélagi sínu. Einnig voru þær duglegar að bæta þekkingu sína m.a. með fjölbreyttum námskeiðum. Eitt af þeim var saumanámskeið sem efnt var til á haustdögum þetta fyrsta starfsár. Þar hittust 25 konur í sex vikur og saumuðu undir leiðsögn Magdalenu Sigurþórsdóttir og afraksturinn var 261 flík. Þykkbæingar hafa ekki farið í jólaköttinn þau jólin. Og að ógleymdu stóðu þær fyrir jólaskemmtun, tombólu, dansskemmtun og fleirri uppá­ komum í sveitinni sinni. Nú er árið 2018 og kven­ félagið Sigurvon lifir enn góðu lífi og starfsemin ekki svo ólík og fyrir 78 árum. Eftir fremsta megni styðjum við við nærumhverfið um leið og félagið eflir okkur í leik og starfi. Að vera í kvenfélagi er svo mikið meira en kökubakstur. Það er samvinna, samstarf og samvera sem er svo gefandi og gleðileg. Framundan hjá okkur í Sigurvon er sumarferð með óvissuívafi. Enn og aftur verður Árnessýsla fyrir valinu. Að baki eigum við tvær ferðir um uppsveitirnar og nú ætlum við að færa okkur nær ströndinni. Byrjum við Urriðafoss og aldrei að vita hvar við endum. Það þarf ekki alltaf að fara langt til að eiga ógleymanlegan dag saman. Svo verður nýju starfsári startað með haustfundi félagsins og dagskráin mótuð ... í bland fastir liðir og eitthvað nýtt og spennandi. Í kringum 1940 voru kven­ félögin mjög mikilvægur hlekkur í samfélaginu og það hefur ekkert breyst. Það væri margt öðruvísi í okkar nútímasamfélagi ef þeirra nyti ekki við. Með kvenfélagakveðju Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, formaður kvenfélagsins Sigurvonar í Þykkvabæ. Húsnæði óskast 8 manna sýrlensk fjölskylda leitar að húsi á Selfossi til leigu með tveimur íbúðum eða íbúð í bílskúr. Öruggar greiðslur. Nánari upplýsingar gefur Joud í síma 618 2690. † Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar tengdaföður og afa. Árna Jónssonar rafvirkjameistara Freyvangi 20, Hellu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar á Landspítalnum við Hringbraut. Einnig þökum við öllu því heilbrigðisstarfsfólki sem á einn eða annan hátt sinnti honum i veikindum hans, fyrir góða ummönnun og velvild í hans garð. Esther Markúsdóttir Svava Þuríður Árnadóttir Jón Árnason Ingrid Kleppe Sigurður Grétar Árnason Sandra Árnadóttir Jónas Örlygsson barnabörn og barnabarnabörn Ljósritun og gormun meðan beðið er! Eyravegi 25 - Selfossi

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz