2453

16 Miðvikudagur 13. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands T rompetleikararnir Jóhann Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson hafa nokkrum sinnum komið fram ásamt Jóni Bjarnasyni, dómorganista í Skálholti á Skálholtshátíð, við hátíðarmessur og jóla- og að- ventutónleika undanfarin ár. Upp kom sú frábæra hug- mynd að gera aðeins meira á þessum nótum og halda barrokkkvöld. Skálholtsdóm- kirkja er frábært hús til að flytja og hlýða á tónlist í ekki síst barrokktónlist. Það hefur sannast meðal annars með tón- listarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti sem haldin er í júlí- mánuði árlega frá árinu 1975. Selfosskirkja er einnig frábært tónleikahús og er þar jafnframt stærsta orgel á suðurlandi. Orgel og trompetar eru sér- staklega glæsileg hljóðfæra- samsetning og er til gríðarlegt magn af glæsilegri tónlist fyrir þessi hljóðfæri saman. S í ð a s t l i ð i ð haust fór af stað söfnun fyrir legsteini á leiði förukon- unnar Vigdísar Ingvadóttur. Fljótt kom í ljós að Vigga átti stóran sess í hugum margra Mýrdælinga og Eyfellinga sem vildu minnast gömlu förukon- unnar. Söfnunin gekk því mjög Á tónleikunum fá þremenn- ingarnir til liðs við sig frábært tónlistarfólk. Það eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo­ sópran, Sigurður Halldórsson sellóleikari, ásamt fleiri frá- bærum strengjaleikurum. Á tónleikunum verður eingöngu flutt tónlist frá bar- rokktímanum. Það er nokkurn veginn tímabilið frá 1600 til 1750. Barrokktímabilið var gríðarlega spennandi tími í vestrænni tónlistarsögu og eru verk frá þessum tíma mjög vinsæl enn þann dag í dag. Frægustu tónskáld tímabilsins eru meðal annarra J. S. Bach, Händel og Vivaldi. Tónleikarnir sem eru styrkt- ir af SASS, Uppbyggingarsjóði Suðurlands í flokki menningar- verkefna, verða í Selfosskirkju 14. júní kl. 20:00 og Skálholts- dómkirkju 15. júní kl. 20:00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. vel. Öllum þeim sem hafa stutt söfnunina með einum eða öðrum hætti eru færðar kærar þakkir. Nú er steinninn kominn á sinn stað á leiði Viggu gömlu í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýr- dal, og verður minningar- stund um Viggu í tilefni af því laugardaginn 16. júní nk. kl 14:00 í Skeiðflatarkirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir. B ó k a ­ safnið í Hveragerði býður upp á sumarlestur fyrir 6–12 ára börn í s a m v i n n u við Grunnskólann í Hvera- gerði frá 1. júní til 15. ágúst. Sögupersónur Astrid Lindgren eru þemað í sumar. Að lesa yfir sumarið er mjög mikilvægt til að viðhalda lestrarfærni barnanna milli skólaára. Börnin geta les- ið hvað sem er, ævintýri og skemmtisögur, brandara, fróð- leik um íþróttir og vísindi, og allt mögulegt annað. Starfsfólk safnsins aðstoðar gjarna við val á lesefni. Sumarlestrar- börnum er velkomið að lesa á safninu – eða fyrir utan ef veður er gott – og þrisvar yfir sumarið verður heppinn lesari vikunnar dreginn út og fær smá verðlaun. Uppskeruhátíð verður 15. ágúst og einnig verða veittar viðurkenningar eftir að skóli hefst. Nánari upplýsingar má fá á safninu í síma 483 4531, á Fb síðu safnsins og bok@ hveragerdi.is . Skráning hófst 1. júní en hægt verður að skrá sig í allt sumar. Bókasafnið er opið mánudaga kl. 11–18:30, þriðjudaga – föstudaga kl. 13– 18:30 og laugardaga kl. 11–14. Sumarlestur í Bókasafninu í Hveragerði Barrokkkvöld í Selfosskirkju og Skálholtskirkju Minningarstund umViggu förukonu enda. Með smiðjuhelgunum er reynt að bæta úr því. Úrvalið er aukið til muna enda stærri hópur nemenda að sækja smiðjurnar. Það er líka mikið lagt upp úr því að nemendur séu sjálfir að koma með hugmyndir að verk- efnum og reynt er að verða við óskum þeirra þó að þær séu ekki hefðbundin verkefni í skólun- um. Þannig er t.d. hægt að bjóða upp á smiðjur í motocross, eldsmiðju, bogfimi, hestasmiðju eða heimsókn til sérfræðinga s.s. í eldhúsið á Efsta-Dal þar sem að nemendur bjuggu til sinn eigin ís. Hefðbundnari þætt- ir vega einnig þungt s.s. listir ýmis konar en hægt var að velja úr fjölbreyttu úrvali listasmiðja þar sem að sérfræðingar kenndu. Nemendur fengu t.d. hand- leiðslu hjá Magnúsi Kjartans­ syni í tónlistarsmiðju og unnu með hollenska listamanninum Joëlle Hoogendoorn við mynd- list. Íþróttir voru einnig vinsælar og boðið var uppá nokkrar slík- ar smiðjur. Meðal annars smiðj- ur þar sem að nemendur fengu handleiðslu frá handboltalands- F jórir skólar í uppsveitum og Flóanum, Bláskóga- skóli Laugarvatni, Bláskógaskóli Reykholti, Flóaskóli og Ker­ hólsskóli, tóku sig saman í vetur og buðu unglingadeildunum á þrjár Smiðjuhelgar. Þar fengu nemendur að takast á við fjöl­ breytt verkefni sem að þau höfðu sjálf valið og stungið uppá. Helgarnar voru haldnar í þremur af skólunum og komu alls um 70 nemendur í hvert skipti. Hópurinn hittist á föstu- degi og tók þátt í smiðjum fram á miðjan dag á laugardegi. Verkefnin voru mjög fjöl­ breytt, allt frá heimilisfræðis­ miðjum, þar sem að krásir voru töfraðar fram, yfir í hestasmiðjur og motocross. Nemendur smíð­ uðu sleða, bjuggu til leirmuni og skartgripi og lærðu grunnat- riði bifvélavirkjunar. Farið var í siglingu á Laugarvatni og eldað undir berum himni, einhverjir lærðu bogfimi og aðrir Parkour. Nemendur fengu þarna tæki­ færi til að kynnast stærri hóp ungmenna á sínum aldri sem er alltaf kærkomið. Það er óhætt að segja að það hafi gefist vel en í síðustu smiðjunni voru hóparnir farnir að blandast mjög vel t.d. þegar unga fólkið kom saman við varðeldinn og söng við gítar og harmonikkuleik. Til að efla þetta enn frekar kom Ragnar Pálmarsson í heimsókn og hélt fyrirlestur um jákvæð samskipti við upphaf síðustu smiðjunnar. Það getur verið áskorun í litlum skólum að bjóða upp á fjölbreytt úrval valgreina og að nálgast mismunandi áhuga nem­ liðskonunni Perlu Ruth Alberts­ dóttur og meistaraflokks þjálf­ aranum Lárusi Jónssyni í körfubolta. Frábært kennaralið skólanna myndaði svo hryggjar- stykkið í verkefninu en það er einnig gaman fyrir kennara að fá að fara lengra með sínar hugmyndir og takast á við verk­ efni þar sem að hægt er að leyfa nemendum að vinna að afmörk­ uðu verkefni í 6–8 tíma í senn. Samfélagið í kringum þessa skóla kom einnig sterkt inn og studdi við bakið á verkefninu. Margir af þeim stöðum sem að krakkarnir voru að heimsækja buðu þeim í heimsókn án end­ urgjalds og margir gáfu af tíma sínum til að nemendur gætu fengið sem mest út úr helgun- um. Það er alveg ljóst að verk- efni sem þessi verða bara betri fyrir vikið. Verkefnið kom vel út, nem­ endur, kennarar og foreldrar eru á einu máli um að það hafi tek- ist vel og skilað góðum árangri. Stefnt er að áframhaldandi sam­ starfi skólanna og frekari þróun þessa verkefnis. Smiðjuhelgar í Uppsveitum og Flóa Frábær skemmtun og fullt af lærdómi Grunnhandtökin kennd og fall­ egir gripir búnir til í leðursmiðju. Siglt á Laugarvatni í útivistarsmiðju. Frábært veður á fallegum degi. Eftir siglinguna er alveg nauðsynlegt að prófa vatnið Í smíðasmiðju gerðu nemend- ur sleða. Áhugasamir nemendur skoða snið og læra aðferðir í hönnunarsmiðju. Heimilisfræðismiðja var vin- sæl bæði hjá þátttakendum og þeim sem fengu að smakka.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz