2453

Miðvikudagur 13. júní 2018 15 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands S kálholt hef- ur ásamt ellefu söfnum og sýningum á Suðurlandi hannað fræðslu- efni fyrir grunn- skólanemendur með verkefnastyrk frá SASS. Framlag Skálholts er hefti sem inniheldur ratleik, sem nefnist „Ferðalag í tíma og rúmi – Aftur í tímann og og ofaní jörð í Skálholti“. Grunnskólabörn í 5.–7. bekk eru sérstaklega vel- komin í Skálholt til að skoða minjar um sögu Íslands á mið- öldum. Saga Skálholts nær yfir stóran hluta af Íslandssögunni. Staðurinn var í 750 ár einskon- ar höfuðstaður Íslendinga utan alþingistímans. Þar var stjórn- sýsla, skólahald og fræðasetur löngum fyrir 3/4 hluta landsins. Hugmyndin með fræðsluefn- inu er að skólabörn fái tækifæri til að „stíga niður í jörðina og aftur í tímann“ í Skálholti, með því að fara niður í safnið í kjall- aranum og út um göngin fornu og ferðast þannig aftur í tím- ann og kynnast hluta af þessari merku sögu. Fræðsluefnið er þverfaglegt og hefur skírskotanir í ólíkar námsgreinar; Íslandssögu, trúar- bragafræði, list- og verkgreinar, upplýsinga- og tæknimennt og náttúrugreinar með „fornleifa- uppgreftri“ í Skálholti og hvern- ig menn lesa í aldur fornminja út frá öskulögum í jörð. Börnin kynnast Páli biskupi Jónssýni sem var biskup í Skálholti 1195– 1211. Hann er eini nafnkunni Íslenndingur miðalda hvers jarðneskar leifar hafa fundist, en steinkista hans fannst í Skálholti 21. ágúst 1954. Á heimasíðu Skálholts má nú finna hljóðskrá þar sem er bein útvarpssending frá fundinum. Þá verður fjallað um listmun, útskorinn biskups- staf úr rostungstönn, sem var að öllum líkindum gerður af fyrstu nafngreindu listakonu Íslands- sögunnar, Margréti hinni högu Jónsdóttir, sem bjó í Skálholti á þessum tíma. Einnig hefur verið búið til þrívíddarforritið Unity 3D, þar sem hægt er að fara úr stað í Skálholti, skoða og fræð- ast um göngin og kistu Páls og skoða það 360°. Hægt verður að ferðast um söguna á heimasíðunni skal- holt.is , en einnig og ekki síður með því að koma í heimsókn og vinna verkefni sem er afurð styrksins. Skálholt vill jafnframt þakka Samtökum sunnlenskra sveitar- félaga kærlega fyrir stuðninginn. Fræðsluefni um Skálholti fyrir grunnskóla Í samráði við aðalskrifstofu Hjartaheilla í Reykjavík hefur verið ákveðið að stjórn félagsins á Suðurlandi hætti störfum og að í stað stjórnar verði tengilið- ur sem fólk hér á svæðinu get- ur snúið sér til. Einnig er alltaf hægt að hafa samband beint við Hjartaheill í Reykjavík. Fjármunir þeir sem félagið hafði safnað, ein milljón, var gefin til tækjakaupa á bráðadeild HSU og mun því gagnast okk- ur vel hér á svæðinu, því alltaf er skortur á fé til tækjakaupa eins og allir vita og gaman að geta stutt við bakið á þeim á sama hátt og þeir bregðast vel við þegar við þurfum að leita til þeirra. Við þökkum öllum sem hafa lagt hönd á plóginn, gegnum árin og unnið ötult starf fyrir Hjartaheill. Tengiliður fyrir Suðurland verður Ásdís S. Sigurðardótt- ir (disin565@gmail.com, sími 865 8698) og tengiliðir á að- alskrifstofunni eru Ásgeir Þór Árnason og Kjartan Birgisson (hjartaheill@hjartaheill.is , sími 552 5744). Hafið hjartans þökk fyrir allan stuðninginn gegnum árin. F.h. Hjartaheilla á Suðurlandi Ásdís Sólveigar Sigurðardóttir, tengiliður Tengiliður við Hjartaheill í stað stjórnar

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz