2452

Miðvikudagur 6. júní 2018 3 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands V íða var mikil og skemmti- leg dagskrá í Hreyfiviku UMFÍ á Suðurlandi í síðustu viku. Viðburðirnir voru margir og fjölbreyttir og fundu flest- ir sem tóku þátt eitthvað við sitt hæfi. Markmið Hreyfiviku UMFÍ er einmitt að fólk finni sína uppáhalds hreyfingu og stundi hana reglulega. Þetta er sjöunda árið sem UMFÍ stendur fyrir Hreyfi- vikunni en það eru boðberar hreyfingar víða um land sem smita gleðinin út frá sér og hrífa þátttakendur með sér. Boðber- arnir eru drifkrafturinn og hafa gríðarlega jákvæð áhrif á aðra. Án þeirra væri Hreyfivikan ekki til. Heilsueflandi samfélag í Blá- skógarbyggð tók þátt í vikunni í ár af fullum krafti og bauð upp á viðburði víða í sveitarfélaginu með aðstoð dyggra boðbera. Þar á meðal var fjallahjólaferð við Laugarvatni en í henni veitti Smári Stefánsson grunnfræðslu um fjallahjólatækni. Sjómanna- félag Laugarvatns bauð í vik- unni upp á bátsferðir þar sem Víða skemmtileg dagskrá í Hreyfiviku UMFÍ þátttakendur fengu að taka í árar og njóta blíðunnar á vatninu. Ungmennafélagið Fram- tíðin í Þykkvabæ bauð upp á glæsilega dagskrá alla dagana í Hreyfivikunni og fjölbreytnin var mikil. Allt frá ruslatínslu yfir í haf jóga á ströndinni með gong slökun. Einnig var fjölbreytt dagskrá á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Hellu, Flúðum og fleiri stöðum. Margir hafa áhuga á ljós- myndun úti í náttúrunni. Það getur verið vandasamt. Ívar Sæland ljósmyndari leysti úr vanda þeirra en hann bauð upp á  ljósmyndagöngu og kenndi áhugasömum grunntækni við ljósmyndun úti við. Viðburður- inn var frábær og sýnir og sann- ar að það rúmast allt í Hreyfiviku UMFÍ. Ívar sameinaði líka það sem Hreyfivikan gengur út á, að gera hreyfingu skemmtilega svo fólk njóti hennar. Ívar bætti hér gagnseminni við enda má búast við að þátttakendur gangi nú út um allar koppagrundir með myndavélina á lofti og njóti úti- verunnar um leið. Hjólað á Laugarvatni í Hreyfivik­ unni. Boðið var upp á bátsferðir á Laugarvatni í Hreyfivikunni. Ljósmyndaganga með Ívari Sæland. Meira til skiptanna Sími 482 2722 • Austurvegi 52, Selfossi • solning.is K J Ó L A DAG A R 20% afsláttur af nýjum kjólum Miðvikudag - fimmtudag - föstudag - laugardag Lagerhreinsun og verðhrun á eldri kjólum

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz