2470

4 Miðvikudagur 10. október 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég ætla síðan að skora á góðvin minn, Trausta Sigurberg Hrafns- son, sjúkraþjálfara með meiru, að deila með okkur uppskrift að góðum kræsingum, því hversu oft hefur maður ekki komist í þær á þeim bænum! Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Hermann Ólafsson. Mér barst áskorun frá æskuvini mínum í Hveragerði, Valdimar Hafsteinssyni, sem mér er ljúft og skylt að verða við. Valdi er eins og margir vita fram- kvæmdastjóri Kjöríss í Hvera- gerði, og næst elstur þeirra Kjöríss-systra eins og einhver komst svo skemmtilega að orði. Af þeim sökum er heldur engin spurning um eftirréttinn, hann hlýtur að koma úr kist- um Kjöríss, aðeins spurning um að velja sinn uppáhaldsís. Minn uppáhalds hefur lengi verið Mjúkís með pekanhnet- um og karamellu en eins hefur saltkaramellumjúkísinn komið sterkur inn. Með ísnum hef ég líka alltaf heita karamellusósu, líka frá Kjörís, og Nóakropp eða súkkulaðikurl ef gera á extra vel við sig. Eftir að mér barst áskorunin í síðustu viku fór ég að huga að þessu fyrir helgi. Þá dvaldi hug- urinn við ýmsar góðar kræs- ingar eða góða helgarsteik. En svo þegar kom að því að skila af sér uppskrift þá var mér nú aftur hugsað til vinnuvikunnar sem framundan var, með öllu sínu hversdagslega amstri og önnum fyrir uppteknar fjöl- skyldur. Þá datt mér í hug að deila frekar með Sunnlending- um uppskrift af chili con carne sem er allt í senn bragðgóður, fljótlegur, ódýr og það sem ekki er síður mikilvægt, að sé eldaður stór skammtur má auðveldlega nota afgangana í fleiri mismunandi máltíð- ir, hver annarri betri. Einnig er hægt að setja helminginn í poka og frysta og síðan sjóða í 15 mínútur seinna. (Það er reyndar hægt að nostra meira við þennan rétt, svo sem með því að láta hakkið malla í allt að 1,5 klst. eða jafnvel að elda réttinn daginn áður svo bragð- ið hafi tíma til að styrkjast, en við förum fljótlegu leiðina). PS. Innihaldslýsingin gæti virst löng, en ekki fallast hend- ur því margt af þessu eru ýmis tilbrigði af chili-kryddi og/eða sósum sem ekki þarf endilega allt að vera til staðar. Eins ræð- ur magn þessara þátta styrk- leika bragðsins og því um að gera að meta þörfina í hverju tilviki, sérstaklega m.t.t. barna. Sunnlenski matgæðingurinn Chili con carne 1200 gr. nautahakk 2 laukar, skornir smátt eða fínhakkaðir 3 marin hvítlauksrif Ólífuolía til steikingar Salt og svartur pipar 1-2 tsk. chilipipar 3 dósir hakkaðir tómatar 1 rautt chili, fræhreinsað og fínt skorið 1 box kirsuberjatómatar (ef til eru) 200 gr. sólþurrkaðir tómatar (ef til eru) 1 dl chili-sósa 2 tsk. paprikukrydd 1 tsk. sambal oelek eða tabasco ½ tsk. kanill eða ½ kanilstöng 1 tsk. cummin 2 msk. balsamik edik Chili explosion 2-3 dósir af rauðum nýrna- baunum (einnig má blanda t.d. pintobaunum saman við) Hakkið lauk og hvítlauk í olí- unni á stórri pönnu. Bætið hakkinu ásamt öllu öðru nema baununum saman við og látið sjóða og malla svo lengi sem tími gefst, að lágmarki 10 mín- útur, gjarnan lengur eða í allt að 1,5 klst. Skolið vatnið af baununum og bætið í réttinn undir lok suðutímans. Það má síðan framreiða chili con carne á ýmsan hátt, t.d. með nýbök- uðu sunnlensku brauði með stökkri skorpu og góðu grænu sunnlensku salati. Með kjöt- sósunni er síðan gott að hafa sunnlensk-gríska sósu og /eða guacomole. Afganga má síðan nota næstu daga t.d. í tortilla- brauði með avakadó, rauð- lauk, papriku, káli og fetaosti eða sem fyllingu ofan á pizzu! Verði ykkur að góðu. Hermann Ólafsson. S oroptimistaklúbbur Suður- lands hélt sitt árlega Vin- konukvöld í Þingborg 20. sept- ember sl. Mjög góð aðsókn var og skemmtu konur sér vel. Edda Björgvinsdóttir og dótt- ir hennar, Margrét Ýrr Sigur- geirsdóttir, voru veislustjórar og fórst þeim það vel úr hendi. Sigþrúður Guðmundsdóttir, for- stöðumaður Kvennaathvarfsins, hélt skemmtilega framsögu um Ot¿è RJ WLOYHUXQD -yQD .ULVWtQ Snorradóttir sem er konan að EDNL -. 'HVLJQ N\QQWL K|QQXQ sína og konur á öllum aldri sýndu fatnað hennar við góð- ar undirtektir. Ung söngkona úr Hveragerði, Berglind María Ólafsdóttir, heillaði alla með söng sínum. Ölvisholt Brugg- hús bauð gestum upp á fordrykk og margir aðilar styrktu þetta Vinkonukvöld með vinningum í happdrætti sem alltaf vekur lukku og fá allir styktaraðilar kvöldsins bestu þakkir fyrir sín framlög. Stór hluti ágóða Vinkonu- kvöldanna rennur til kvenna á Suðurlandi sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til þess að klæða börn sín. Haft er samband við félagsþjónustur á Suður- landi sem kanna þörfina og láta í té óskalista. Fyrir jólin 2017 fengu 40 börn víðs vegar um Suðurland hlýjan útivistarfatnað að tilstuðlan Soroptimistaklúbbs Suðurlands. Að þessu sinni rennur einnig hluti ágóðans til Kvenna- athvarfsins sem þakklætisvottur fyrir framlag Sigþrúðar til Vin- konukvöldsins. Að lokum vill Soroptim- istaklúbbur Suðurlands þakka öllum konum sem tóku þátt í Vinkonukvöldinu í Þingborg 20. september sl. fyrir frábæra sam- veru og hjálp við að ná mark- miði sínu að bæta stöðu kvenna og barna á Suðurlandi. Ingibjörg Stefánsdóttir, soroptimisti. Vinkonukvöld í Þingborg L eirlistarkonurnar Þórdís Sigfúsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir munu spjalla við gesti og segja frá vinnuaðferð- um og munum sem sjá má á sýningunni Frá mótun til muna sunnudaginn 14. október kl. 15:00 í Listasafninu í Hvera- gerði. Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða efni eru þær að nota til þess að fá fram þessi litbrigði? Heimildarmyndin, Rakú - Frá mótun til muna , er kjarni leirlistarsýningarinnar og sýnir vinnu níu leirlistarmanna sem tóku þátt í vinnusmiðju um gamlar leirbrennsluaðferðir í Ölfusi haustið 2017. Verkin á sýningunni eru öll unnin með þeim aðferðum. Guðbjörg lærði keramík við Myndlistarskóla Reykjavíkur og sótti líka starfsnám við postu- línsverksmiðju Wagner & Apel í Þýskalandi. Guðbjörg kennir nú við Myndlistarskóla Reykja- víkur. Þórdís nam keramík við Listaakademíuna í Árósum í 'DQP|UNX RJ YDU ìDU HLQQLJ með rannsóknarstöðu í eitt ár eftir nám, en býr nú og starfar á Íslandi. Báðar þekkja því leir- vinnslu vel og hafa góða reynslu í því að miðla þeirri þekkingu. Sýningin Frá mótun til muna mun standa til og með sunnu- dagsins 29. október og á síðasta sýningardegi verður einnig boð- ið upp á leiðsögn og spjall um sýninguna. Nánari upplýsingar um sýningarnar og dagskrá safnsins má sjá á heimasíðu þess og samfélagsmiðlum. Vetrar- opnun er nú í gildi við Listasafn Árnesinga og er safnið þá opið kl. 12-18 fimmtudaga – sunnu- daga. Aðgangur að safninu og þátttaka í leiðsögn er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögn á sunnudag um keramíksýninguna Frá mótun til muna Guðbjörg Björnsdóttir og Þórdís Sig- fúsdóttir. Jóna Kristín Snorradóttir fatahönnuður. Berglind María Ólafsdóttir söng af innlifun.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz