2470

Miðvikudagur 10. október 2018 3 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Meira til skiptanna Sími 482 2722 • Austurvegi 52, Selfossi • solning.is Staður fasteignasala býður upp á: - Fagljósmyndun - Persónulega þjónustu - Frítt söluverðmat - Lága söluþóknun Ætlar þú að selja þína fasteign? Hafðu samband í s. 662 4422 eða sendu tölvupóst á sverrir@stadur.is Erum staðsettir að Austurvegi 6, í hjarta miðbæjarins 75 dagar til jóla D agana 18. – 20. október nk. verður haldin samnorræn ráðstefna ungbarnasundkennara á Selfossi. Ráðstefnan ber nafnið Nordic Babyswim Con- ference og hefur verið haldin með tveggja ára millibili í fjölda ára. Einu sinni áður hefur ráð- stefnan verið haldin á Íslandi, árið 2006 og þá í Reykjavík. Erla Guðmundsdóttir, er unbarnasundkennari og situr í stjórn Busla sem er félag ung- barnasundkennara á Íslandi. Félagið hefur undanfarin tvö ár staðið að undirbúningi ráðstefn- unnar, en óhætt er að segja að öllu sé tjaldað til og helstu sér- fræðingar í málaflokknum verða með fyrirlestra á ráðstefnunni. Aðspurð um hversvegna ráðstefnan sé haldin á Selfossi segir Erla: „Við sem stöndum að undirbúningnum töldum Sel- foss heppilegan stað fyrir slíka ráðstefnu þar sem þar er frábært hótel, Hótel Selfoss, ásamt því að í minna bæjarfélagi er auð- velt að ,,halda hópinn“ og það er stutt í sundlaugina á Selfossi. Dagskráin hefst 18. október en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun setja ráðstefnuna. Margir lesendur þekkja Guggusund og það starf sem Gugga hefur unnið í gegn- um þau 27 ár sem hún hefur kennt ungbarnasund á Selfossi. Blaðamaður hafði samband við Guggu og spurði hvaða þýð- ingu svona ráðstefna hefði fyrir sundkennara. „Svona ráðstefna hefur alltaf mikla þýðingu fyrir þá sem starfa við kennslu í ung- barnasundi. Þarna koma saman margir aðilar víða að úr heim- inum sem hafa sérþekkingu á þessu og miðla til þeirra sem á ráðstefnuna koma. Þó maður hafi starfað lengi við kennslu þá koma alltaf fram einhverjir punktar sem hægt er að taka með sér og nýta í kennslunni. Eins kynnist maður fólki frá öðrum löndum sem starfar við kennslu í ungbarnasundi og þá hafa myndast tengsl á milli kennara frá ýmsum löndum. Ég hef t.d. nokkrum sinnum farið og fylgst með kennslu í ungbarnasundi í öðrum löndum. Eins er fróðlegt að fylgjast með rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum börnum og hvaða áhrif sund- ið getur haft á þau.“ Aðspurð að því hvað er mest spennandi á ráðstefnunni segir Gugga: „Það er auðvitað margt. Á ráð- stefnunni verður t.d. Ludmilla Rosengren, sænskur læknir og stofnandi sænska ungbarna- sundsambandsins. Hún hefur lengi verið áberandi við kennslu í ungbarnasundi í Svíþjóð og hefur hún t.d. gefið út bók um efnið. Mest spennandi finnst mér þó að heyra hvað Hermund- ur Sigurmundsson prófessor hefur að segja um hreyfiþroska barna. Hann hefur gert rannsókn hér á Íslandi á ungbörnum sem hafa verið í ungbarnasundi og sú rannsókn leiddi í ljós meiri samhæfingu og betra jafnvægi hjá börnum sem voru í ung- barnasundi en þeim sem voru ekki í sundi. Fróðlegt að sjá hvort hann er kominn lengra með þessar rannsóknir, því eftir að hafa kennt ungbarnasund hér á Selfossi í 27 ár þá veit ég að sundið getur haft geysilega já- kvæð áhrif á hreyfiþroska barna, sem fylgir þeim svo áfram inn í fullorðinsárin. Það er óhætt að segja að viðburðurinn sé stór í sniðum og þekktur innan ungbarna- sundheimsins. Aðspurð um fjölda og þjóðerni þátttakenda segir Erla: „Þar sem ráðstefnan hefur verið vinsæl utan Skandin- avíu og þátttakendur koma úr öllum heimshornum fer hún fram á ensku. Í ár eru skráðir um 150 þáttakendur. Þeir koma m.a. frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Álandseyjum, Þýska- landi, Austurríki, Ástralíu, Bandaríkjunum, Eistlandi, Suð- ur Afríku, Bretlandi, Írlandi og einnig hefur verið sýndur áhugi frá Indlandi og Ungverjalandi. - GPP Samnorræn ráðstefna ungbarna- sundkennara haldin á Selfossi Myndin er fengin af Facebook-síðu Nordic Babyswim Conference.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz