3467

4 Miðvikudagur 19. september 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég skora svo á mág minn til margra ára, Grím Hergeirsson til að vera næsti matgæðingur. Það þarf nú ekki að fjölyrða mikið um hans eldamennsku og ætla ég því ekki að gera það, sjón verður sögu ríkari. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Júlíus Magnús Pálsson. Þar sem ég er í Barcelona þessa dagana og var búinn að steingleyma að skorað hafði verið á mig í þessum þætti þá eru góð ráð dýr. Engar upp- skriftir geymi ég í höfðinu og engar eru matreiðslubækurnar með í för. Ég rölti mér því til hans Javiers hérna á móti og fékk hjá honum fjölskylduupp- skriftina af íslenskum saltfiski. Hún er hér birt með góðfús- legu leyfi mömmu hans og auðvitað Javiers sjálfs. Það er einnig gaman að nefna það að myndin af mér sem fylgir er einmitt frá því í fyrrasumar þar sem ég var að veiða íslenskan saltfisk. Spænsk-íslenskur saltfiskréttur 250 g útvatnaður saltfiskur 2 saxaðir laukar 3 fínt saxaðir hvítlauksgeirar 8 sólþurrkaðir tómatar 3 dl risotto-grjón 3 dl hvítvín smávegis af saffran 1 lítri grænmetissoð 100 g mascarpone Slatti af rifnum parmesan Ólífuolía Svartur pipar Í byrjun hitum við grænmet- issoðið og höldum því heitu í potti. Javier notar vatn og grænmetiskraft en mamma hans gerir það alltaf frá grunni. Sunnlenski matgæðingurinn Hitum svo olíu á pönnu og svitum aðeins laukinn. Fiskin- um bætt út á pönnuna í bitum og steikt í ca. 4 mínútur. Svo skellum við söxuðum sól- þurrkuðum tómötum, hvítlauk og saffraninu út á. Þessu velt- um við um á pönnunni í smá stund. Svo fara grjónin út í og þessu öllu velt um þannig að þau hitni vel. Hellum svo hvítvíni út á og sjóðum niður að mestu. Þá er komið að því að ausa soðinu á pönnuna. Við byrjum á svona 2 ausum þannig að soðið rétt þeki grjónin. Höld- um svo áfram að bæta út á þangað til að grjónin eru tilbú- in. Þau eiga að vera „al dente“ með smá biti í miðjunni. Það tekur 15-18 mínútur. Loks er mascarpone og parmesan hrært saman við. Þetta brögðum við til með nýmuldum svörtum pipar. Svo er þetta borið fram með auka parmesan og kannski fínt saxaðri steinselju fyrir augað. Júlíus Magnús Pálsson. S k ý r s l a n b y g g i r á mæling- um úr 16 sjálfvirkum veðurathug- unarstöðvum á Suður- landi auk u p p l ý s i n g a frá þremur mönnuðum veðurathugunar- stöðvum. Um margt áhugaverð- ar upplýsingar er að ræða, þar sem gögn þessi hafa ekki verið tekin saman áður fyrir lands- hlutann og birt með viðlíka hætti. Samantektin gefur innsýn inn í ólíkt veðurfar einstakra svæða innan landshlutans og veðurfar almennt á Suðurlandi síðastliðin 10 ár. Landshlut- inn Suðurland eins og hann er skilgreindur í dag nær frá Hell- isheiði í vestri að Lóni í austri. Í útdrætti skýrslunnar um veðurfar á Suðurlandi segir: „Að jafnaði er veður milt á sunnan- verðu landinu. Vetur eru mildir við sjávarsíðuna en lengra inni í landi getur orðið talsvert frost í vetrarstillum. Svæðið er það úrkomumesta á landinu, eink- um austantil. Lægðir koma að öllu jöfnu inn á landið úr suðri og bera hlýtt og rakt loft norður eftir. Úrkomusamast er áveðurs við há fjöll og mest er úrkom- an sunnan í Vatnajökli og Mýr- dalsjökli.“ Veðurfar á Suðurlandi í 10 ár Sérstaða einstakra svæða kemur berlega í ljós í ýmsum tölum skýrslunnar. Helst birtist sérstaðan líklega í úrkomutöl- um. Einkum sker veðurathug- unarstöð í Kvískerjum sig úr í samanburði við önnur svæði. Meðaltalsársúrkoma mæld- ist þar 3500 mm en um 1000 til 1400 mm annars staðar í landshlutanum. Um er að ræða úrkomumesta svæði landsins samkvæmt mælingum Veður- stofunnar. Upplýsingar í skýrslunni taka til þátta eins og ríkjandi vindátta, árstíðarsveiflna í hita, vindhraða og úrkomu. Mannað- ar veðurathugunarstöðvar gefa síðan að auki upplýsingar um úrkomuáttir og veðurtegundir á takmörkuðu skyggni. Skýrslan var unnin af Veður- stofu Íslands fyrir SASS og er í reynd aukaafurð verkefnis um greiningu á veðurfarslegum skil- yrðum fyrir alþjóðaflugvöll á Suðurlandi, sem er áhersluverk- efni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS. Næsti áfangi þess verkefnis er að leggja mat á hvaða svæði innan landshlutans uppfylla veðurfarsleg skilyrði fyrir uppbyggingu alþjóðaflug- vallar. Ákveðið var að þessi gögn yrðu tekin saman í skýrslu sem yrði öllum aðgengileg. Skýrsl- una má finna á heimasíðu SASS (sass.is ) en samantekt fyrir hverja veðurstöð fyrir sig má einnig nálgast á Kortavef Suður- lands (sass.is/kortavefur ). Höfundar skýrslunnar eru Guðrún Nína Petersen, Kristín Björg Ólafsdóttir og Þóranna Pálsdóttir hjá Veðurstofu Ís- lands. Nánari upplýsingar veitir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðs- stjóri Þróunarsviðs SASS. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri Þróunarsviðs Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga. Unnin hefur verið skýrsla um veðurfar á Suðurlandi frá árinu 2008 til 2017 af Veðurstofu Íslands fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Þórður Freyr Sig- urðsson. Kvísker í Öræfum. Hér sjást þrjár tegundir úrkomumæla; hefðbundinn, gam- all úrkomusíriti og afbrigðilegur sjálfvirkur vigtarmælir. Myndin er tekin 2. júlí 2009. Mynd: Veðurstofa Íslands. L augardaginn 29. september nk. heldur félagsskapurinn Leiðin út á þjóðveg málþing VHP EHU \¿UVNULIWLQD Ä7|OXP um sjálfsvíg!“. Málþingið sem hefst kl. 11 og stendur til kl. 15 verður haldið Skyrgerðinni í Hveragerði. Þar munu tala Svanur Kristjánsson, fyrrver- andi formaður Geðhjálpar, Ein- ar Björnsson, Benedikt Guð- mundsson, frá Pieta, Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, Valdimar Þór Svavarsson, ráð- JMD¿ KMi %LUWX ,QJL ëyU -yQVVRQ frá Heilsustofnun og Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Kl. 12:30–13.15 verður mat- arhlé og súpa og brauð í boði. Kl. 13.15 verður vinnusmiðja og kl. 14.45 lokaorð. Tölum um sjálfsvíg! Auglýsingasími 482 1944

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz