3467

Miðvikudagur 19. september 2018 3 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Meira til skiptanna Sími 482 2722 • Austurvegi 52, Selfossi • solning.is Staður fasteignasala býður upp á: - Fagljósmyndun - Persónulega þjónustu - Frítt söluverðmat - Lága söluþóknun Ætlar þú að selja þína fasteign? Hafðu samband í s. 662 4422 eða sendu tölvupóst á sverrir@stadur.is Erum staðsettir að Austurvegi 6, í hjarta miðbæjarins Menningarmánuðurinn október 2018 Fjölbreyttir menningarviðburðir í Sveitarfélaginu Árborg allan októbermánuð. Sögukvöld, tónleikar, sýningar og listasmiðja eru meðal þeirra viðburða sem í boði verða þennan skemmtilega menningarmánuð. Nánar um dagskrána á www.arborg.is S jóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingar- sjóðs Suðurlands: ࠮ Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi ࠮ Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi ࠮ Að styðja við atvinnuskap- andi og/eða framleiðniauk- andi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@ sudurland.is Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is Umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með ís- lykli eða með rafrænum skilríkj- um. Ef sótt er um í nafni lögað- ila s.s. fyrirtækis, stofnunnar eða félagasamtaka þarf viðkomandi lögaðili að sækja um styrk á ís- lykli eða rafrænum skilríkjum þess lögaðila. Starfandi fyrirtæki eru sér- staklega hvött til að sækja um styrk vegna nýsköpunarverk- efna. Upplýsingar um úthlutunar- reglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á heima- síðu SASS. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 9. október 2018. Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum S veitarstjórn ákvað að ráðast í byggingu nýs leikskóla eft- ir að raki og mygla greindist í eldra húsnæði leikskólans Álfa- borgar sumarið 2016. Gamla húsnæði leikskólans var byggt sem grunnskóli og tekið í notk- un 1928 og því komið til ára sinna. Þegar rakinn og myglan greindist var brugðið á það ráð að færa starfsemi leikskólans yfir í grunnskólann til bráða- birgða. Nú er farið að sjá fyrir endann á þeirri samvist. Nýi leikskólinn verður um 540 fm 2 að stærð, þriggja deilda og mun rúma 60 börn. Stefnt er á að fræmkvæmdum verði lokið og skólinn tekinn í notkun í byrj- un ágúst 2019. Með tilkomu nýs leikskóla er ljóst að um algjöra byltingu verður að ræða fyrir nemendur og starfsfólk leik- skólans Álfaborgar. Eins mun grunnskólinn í Reykholti aft- ur fá undir sína starfsemi þann hluta skólans sem leikskólinn hefur haft til umráða. Það eru VA arkitektar sem sáu um hönnun skólans. Strax var lögð áhersla á að byggingin væri einföld og viðhaldslítil. Jarðvegsframkvæmdir hófust í maí sl., um leið og frost var farið úr jörðu. Mikil vinna hefur farið í jarðvegsframkvæmdir en færa þurfti mikið af lögnum sem voru í byggingarreitnum. Talsvert af þessum lögnum voru komnar á tíma og þurftu endurnýjunar við. Framkvæmdir á fyrsta áfanga hófust í byrjun september með uppslætti á sökklum. Fyrsti áfangi verksins samanstend- ur af uppsteypu, einangrun, klæðningu, glugga- og hurðaí- setningu og frágangi á þaki. Það er fyrirtækið Ari Oddsson ehf. sem sér um þann verkhluta. Á næstu dögum verður seinni hluti verksins boðinn út en það er inn- anhúss- og lóðafrágangur. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan leikskóla í Reykholti Eins og sjá má gengur bygging leikskólans vel en stefnt er að verkinu veri lokið í ágúst 2019. Frá undirritun verksamnings við Ara Oddsson ehf. Frá vinstri: Bjarni D. Dan- íelsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs, Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri, Ingi Björn Kárason verktaki og Helgi Kjartansson oddviti.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz