2453

12 Miðvikudagur 13. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Efni sendist á: selfoss@prentmet.is HANDBOLTI Framkvæmdir við að skipta um keppnisgólf í Iðu, íþróttahúsi FSu, eru komnar vel af stað. Sjálfboðaliðar og leik­ menn eru búnir að ganga í öll verk sem hefur þurft að gera til aðflýtaogléttafyrirframkvæmd­ um. Magnað er að fylgjast með og taka þátt í verkefninu með öllu því góða og ósérhlífna fólki sem er í kringum félagið okkar. Í seinustu viku kom saman hópur leikmanna og sjálfboða­ liða og tæmdi stóran gám inn í Iðu til að flýta fyrir verkinu. Var það gert með miklum myndar­ brag og samheldni. Degi seinna gátu iðnaðarmenn hafist handa við að leggja gólfið eins og sjá má af mynd með fréttinni. JÚDÓ Miðvikudaginn 9. maí sl. fóru tíu iðkendur frá júdódeild Selfossi í æfinga- og keppnisferð til Svíþjóðar ásamt fjórum for­ eldrum og þjálfaranum, Einari Ottó Antonssyni. Nánar tiltekið var ferðinni heitið til Lundar þar sem árlega fer fram Budo Nord , þriggja daga alþjóðleg júdó­ keppni og æfingabúðir fyrir 10– 20 ára ungmenni. Strax fyrsta morguninn hófst keppni fyrir 13-20 ára. Þar kepptu fimm Selfyssingar þ.e. Jóel Rúnar, Kristján Björn, Óskar Atli, Jakub og Halldór Ingvar. KNATTSPYRNA Selfyssingar lágu 5-3 fyrir Haukum á Ásvöllum í seinustu umferð í Inkasso- deildinni. Haukar leiddu 4-0 í hálf­ leik en þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfyssinga í seinni hálfleik dugði það ekki til. Kenan Turudija sá um marka­ skorun okkar stráka en hann skoraði glæsilega þrennu sem því miður hrökk skammt. Selfyssingar eru með 7 stig í 8. sæti deildarinnar og tóku á móti Þrótti í gær. Næsti leikur strákanna er á útivelli gegn Leikni í Breiðholti fimmtu­ daginn 21. júní næstkomandi. Tara Björk með bestumætinguna Tara Björk Magnúsdóttir fékk viðurkenningu frá taekwondo- deild Selfoss fyrir bestu mætinguna á vorönn. Hún mætti á hvorki fleiri né færri en 57 æfingar í röð! Virkilega vel gert og til fyrirmyndar hjá Töru Björk. HANDBOLTI Undanfarnar helgar hafa yngri landslið Íslands ver­ ið við æfingar. Teitur Örn Ein­ arsson æfði með U-20 ára lands­ liðinu á sama tíma og Guðjón Baldur Ómarsson, Haukur Þrastarson og Sölvi Svavarsson æfðu með U-18 ára landsliðinu. Þá voru hvorki fleiri né færri en átta Selfyssingar við æfingar með U-16 ára landsliðinu. Það eru þeir Tryggvi Þórisson, Vil­ helm Freyr Steindórsson, Elvar Elí Hallgrímsson, Ísak Gústafs­ son, Jón Vignir Pétursson, Jón Þórarinn Þorsteinsson, Natan Þór Jónsson og Reynir Freyr Sveinsson. KNATTSPYRNA Stelpurnar í 5. flokki eru nú staddari í Vestmanna­ eyjum þar sem þær taka þátt í TM-mótinu í knattspyrnu. Þær brugðu á leik á Selfossvelli þar sem Hanna Siv Bjarnardóttir náði þessari skemmtilegu mynd af þeim. FIMLEIKAR Í sumar býður fim­ leikadeild Selfoss upp á fim­ leika fyrir börn fædd árin 2009 til 2011. Æft verður 11.–30. júní og 7.–17. ágúst. Boðið verður upp á fjöl­ breyttar æfingar og leiki með áherslu á grunnfimleika, sam­ hæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum Vel heppnuð ferð júdódeildar til Svíþjóðar Hópurinn var til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan. Ljósmyndir frá foreldrum júdó­ deildar Umf. Selfoss. Að keppnisdegi loknum tóku við stífar æfingabúðir þar sem frábærir þjálfarar víðsvegar úr Evrópu þjálfuðu um 600 ung­ menni. Æfingum var skipt niður eftir aldri og reynslu svo allir fengu æfingar við hæfi. Á laugardeginum var keppni fyrir 11–12 ára. Þar kepptu einnig fimm Selfyssingar þ.e. Grétar Kári, Filip Markús, Einar Örn, Alexander Adam og Vésteinn Haukur. Glæsilegur árangur hjá okkar mönnum, tíu keppendur komu heim með fern verðlaun af stór­ móti þar sem fjöldi þjóða tók þátt, allir reynslunni ríkari og vel þreyttir eftir stífar æfingar, bæði iðkendur og þjálfari. Ferðin var frábær í alla staði, strákarnir til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Ferðinni lauk svomeð viðkomu í Tívolíinu í Kaupmannahöfn áður en flogið var heimseint á sunnudagskvöldi. Við viljum þakka öllum þeim sem styrktu strákana og gerðu þessa ferð mögulega. Þið megið vera stoltir styrktaraðilar þessara flottu krakka. Foreldrarnir fjórir. Tylft Selfyssinga æfði með yngri landsliðum Guðjón Baldur, einn þeirra tólf Selfyssinga sem æfa með landsliðinu um þessar mundir. Staðan í Iðu þegar hafist var handa við að leggja nýtt gólf. Ljósmynd: Umf. Selfoss/RH. Framkvæmdir í Iðu komnar vel af stað Samtakamátturinn er og verður alltaf eitt af aðalsmerkj­ um okkar Selfyssinga. rh Sumarnámskeið í fimleikum áður til að geta sótt þessar æfingar og eru allir velkomnir. Æfingarnar verða í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjar­ skóla. Opið er fyrir skráningar í Nóra á slóðinni selfoss.felog.is en allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu Umf. Selfoss www. selfoss.net. Stelpurnar keppa í Eyjum Þrenna Kenan dugði skammt HANDBOLTI Sjö Selfyssingar, fæddir árið 2004, tóku þátt í hæfileika­ mótun HSÍ og Bláa lónsins sem haldin var á dögunum. Það voru þau Hugrún Tinna Róbertsdóttir, Lena Ósk Jónsdóttir, Tinna Traustadóttir, Hans Jörgen Ólafs­ son, EinarGunnarGunnlaugsson, Daníel Þór Reynisson og Sverrir Steindórsson, Um sl. helgi fór svo fram Handboltaskóli HSÍ og Arion­ banka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005. Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvars­ Kenan skoraði þrennu í seinni hálfleik. Mynd: Fótbolti.net/HB. dóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragn­ heiður Grímsdóttir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Stein­ dórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson. Selfyssingar tóku þátt í hæfileikamótun og handboltaskóla HSÍ Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz