2453

10 Miðvikudagur 13. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Eyravegi 23, Selfossi // 555-1314 Æ fleiri eru farnir að leggja áherslu á umhverfisvernd og einn liður í því er að sniðganga einnota vörur. Margir nota litlar bómullarskífur til að þrífa andlitið og finnst þá upplagt að eiga fjölnota skífur sem þvo má í þvottavél. Það er einfalt, fljótlegt og ódýrt að hekla slíkar skífur og garn má fá í fjölda fallegra lita. Við notum hér Cotton Fun sem er matt bómullargarn, einkar mjúkt og hentar vel í þetta verkefni. Til að fá skífurnar þéttar notuðum við heklunál nr. 2,5 sem er nokkuð minni nál en gefið er upp sem hentug stærð. Ein dokka dugar í um 18 púða. Fjölnota bómullarskífur Skammstafanir: ll - loftlykkja, kl - keðjulykkja, st - stuðull. Athugið að fyrsti stuðull hverrar umferðar er myndaður með 2 ll. Uppskrift: Heklið 6 ll og tengið saman í hring með 1 kl. 1.umf. Heklið 10 st utanum hringinn 2.umf. Heklið 2 st í hvern st fyrri umferðar 3.umf. Heklið til skiptis í hvern st fyrri umferðar 1 st og 2 st. 4.umf. Heklið *3 ll, hoppið yfir 1 st, 1 kl í næsta st* endurtakið * * út umferðina. Slítið garnið frá og gangið frá endum. Uppskrift: Þóra Þórarinsdóttir Kulnun eða meðvirkni? K ulnun er hugtak notað um þann einstakling sem komin er á síðasta stig vinnu­ streitu. Vinnustreita hefur verið skilgreind sem tilfinningaleg viðbrögð einstaklings við of miklu álagi og getur sú streita bæði verið skaðleg líkamlega og andlega sé hún langvarandi. Vinnustreita fæðist í umhverfi þar sem kröfur eru miklar, úrræðin fá og áköf samskipti eiga sér stað við síbreytilegan hóp skjólstæðinga í langan tíma. Fagmenn hafa komið sér saman um þríþætta birtingar­ mynd kulnunar sem eru 1) tilfinningaleg örmögnun, 2) neikvæð upplifun eða hrokafull framkoma gagnvart skjólstæðingum og 3) neikvæð upplifun á afrekum sínum. Aðrar birtingarmyndir kulnunar eru t.d aukning á reiði, hroki, verkkvíði, einangrun, vanmáttur að leita sér hjálpar, vonleysi og þunglyndi. Með þessari upptalningu sést að erfitt getur verið að greina hvort kulnun sé til komin úr starfsumhverfi eða einkalífi fólks. Meðvirkni er umdeilt hugtak sem kom fyrst fram um 1980. Meðvirkni hefur verið álitin lærð hegðun arfleidd milli kynslóða þar sem óheilbrigð vannærandi samskipti og kringumstæður hafa verið til staðar í uppvextinum með þeim afleiðingum að á fullorðinsaldri bregst einstaklingurinn óeðlilega við í eðlilegum aðstæðum. Birtingarmyndir meðvirkni eru t.d. 1) neikvæðar stjórnunar- aðferðir, 2) reiði eða bræði, 3) að setja aðra á stall, 4) fíknivandi, skapgerðarbrestir, 5) vandi í samskiptum, 6) markaleysi, einangrun, 7) óheiðarleiki, 8) ósjálfstæði og 9) vandi í tilfinningalegum samböndum. Áhugavert er að skoða tengsl kulnunar og óuppgerðra til­ finninga úr uppvextinum. Ef birtingarmyndir kulnunar eru bornar saman við birtingar­ myndir meðvirkni má sjá margt líkt með einkennunum. Kulnunareinkennin tilfinn­ ingaleg örmögnun, hrokafull framkoma, neikvæð upplifun á afrekum sínum, reiði, einangrun og þunglyndi eru allt einkenni meðvirkni. Höfundur greinarinnar er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og menntaður uppeldis og áfalla­ streitufræðingur Piu Mellody. Berglind Magnúsdóttir Höfundur er ráðgjafi MOSFELLSKIRKJA GRÍMSNESI Sunnudagur 17. júní kl. 14:00. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Sindri Már Tinnuson, Seli 2, Grímsnesi. Fermingar vorið 2018 Laus staða framhaldsskólakennara - húsasmíði Fjölbrautaskóli Suðurlands Staða kennara í húsasmíði í Fjölbrautaskóla Suðurlands er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst 2018. Um er að ræða 100% stöðu. Kennt er í Hamri, nýju vel búnu kennsluhúsnæði skólans. Nemendur koma að mestu af upp­ tökusvæði skólans sem er allt Suðurland. Áætlaður nemendafjöldi í skólanum er ríflega 800 nemendur. Umsókn ásamt greinargerð um menntun og fyrri störf berist á tölvupóstfangið olgalisa@ fsu.is Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Mikilvægt er að tilgreina með­ mælendur í umsókninni. Einnig þarf að senda inn sakavottorð. Umsækjandi þarf að hafa meistararéttindi í húsasmíði sem og réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi. Möguleiki er að ráða einstakling sem er í kennsluréttindanámi eða hefur hug á að fara í það. Leitað er eftir skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á skólastarfi og löngun til að vinna með ungu fólki. Umsækjandi þarf að hafa frumkvæði í starfi, vera skipulagður, vera fær í samskiptum og samvinnu og hafa góða þekkingu á ólíkum kennsluaðferðum. Kennslureynsla er æskileg. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf. Góð tölvukunnátta er mikilvæg. Laun kennara eru samkvæmt gildandi kjara­ samningi KÍ og fjármálaráðherra og stofn­ anasamningi skólans. Öllum umsóknum verð­ ur svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til 26. júní 2018. Nánari upplýsingar gefa Olga Lísa Garðars­ dóttir, skólameistari, olgalisa@fsu.is eða Svanur Ingvarsson svanur@fsu.is í síma 480 8100 á skifstofutíma. Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.fsu.is . Skólameistari Ljósritun og gormun meðan beðið er! Eyravegi 25 - Selfossi

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz