2450

Fimmtudagur 24. maí 2018 3 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Meira til skiptanna Sími 482 2722 • Austurvegi 52, Selfossi • solning.is Þ ann 14. maí sl. afhenti starfs- fólk Friðheima Björgunar- sveit Biskupstungna og Björg- unarsveitinni Ingunni tvö hjarta- stuðtæki að gjöf. Í Friðheimum er ekki ósk- að eftir þjórfé fyrir starfsfólk, hvorki í formi söfnunarbauks né óskað eftir því við uppgjör í lok þjónustu. Gestir hafa samt ítrek- að skilið eftir þjórfé með þökk- um fyrir góða þjónustu og upp- lifun. Starfsfólkið ákvað að láta gott af sér leiða og gefa upphæð tippsjóðsins, sem safnast hefur, til góðgerðasamtaka. „Það sem hafði áhrif á ákvörðun okkar er þátttaka okk- Starfsfólk Friðheima gaf tvö hjartastuðtæki ar í verkefninu Ábyrg ferðaþjón- usta . Í því verkefni eru ferða- þjónustufyrirtæki hvött til að taka þátt í skýrum og einföldum aðgerðum til að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálf- bærni fyrir komandi kynslóðir. Við fórum að hugsa hvern- ig við gætum látið gott af okk- ur leiða hvað varðar öryggi þeirra gesta sem heimsækja eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins og sem gæti gagnast samfélaginu í heild líka. Við heyrðum í formönnum björg- unarsveitanna hérna í Bláskóga- byggð og kom í ljós að þau ættu ekki hjartastuðtæki en mikil þörf væri fyrir þau. Það er ómetanlegt fyrir okk- ur starfsfólkið, gestina okkar og nærsamfélagið í heild að eiga VYRQD ÀRWWDU VYHLWLU Dè VHP HUX ávallt í viðbragðsstöðu hvenær sem er sólarhringsins. Þessar sveitir vinna svo ótrúlega óeig- ingjarnt starf og þurfa auðvitað að vera vel tækjum búnar og er það okkur heiður að geta lagt lóð á vogarskálarnar til þess,“ segir Rakel Theodórsdóttir starfsmað- ur Friðheima. Starfsfólk Friðheima ásamt fulltrúum björgunarsveitanna í Bláskógabyggð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz