2464

Miðvikudagur 29. ágúst 2018 19 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Elín Grétarsdóttir, Riddaragarði, Fyrsta sæti E-lista Einingar í Ása- hreppi og á sæti í hreppsnefnd. Á fyrstu vikum nýrrar hrepps- nefndar Ásahrepps hefur gengið erfiðlega að stilla saman strengi og vinna í takt enda kannski ekki von á öðru þegar í fyrsta sinn í sögu hreppsins var stillt upp listum. Til að gera langa sögu stutta þá var persónukjör í Ásahreppi og taldi undirritaður að þannig yrði það áfram enda fólk almennt ánægt að geta valið persónur frekar en uppstilltan hóp af fólki. Í apríl kom fram í dagsljósið listi sem virtist á vissum tímapunkti að yrði sjálfkjörinn. Í byrjun maí kom síðan annar hópur fólks saman og setti saman lista, E-lista Einingar í Ásahreppi. Eitt af því sem virtist sameina þann hóp og fylgismenn hans var meðal annars að ekki væri hægt að taka þann lýðræðislega rétt af fólki að mæta á kjörstað. Á kosningakvöldi fékk E-listi tvo menn kjörna af fimm og er listinn þess vegna fyrstur til að vera minnihlutalisti í Ásahreppi. Á fyrsta fundi mættu kjörnir fulltrúar E-lista kátir. Töldum við að nú hæfist samvinna sem fæli t.d. í sér að raða niður í nefndir. Það var öðru nær. Þrátt fyrir að E-listi hefði náð inn tveimur mönnum, tæpum 42% atkvæða, þá var meirihlutinn búin að raða í nefndir og höfðu fulltrúar E-lista lítið um það að segja, líka þegar kom að nefndum sem E-listafólk fékk þó sæti í. Send var ábending til Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytis vegna þess og eru fulltrúar E-lista ennþá að bíða eftir niðurstöðum frá ráðuneyti þegar þessi grein er skrifuð. Þann 18. júlí var haldinn fjórði fundur hreppsnefndar og þar samþykkti meirhluti að ráða Valtý Valtýsson sem var einn af 19 umsækjendum í 50% stöðu sveitarstjóra. Auglýst var eftir 50–60% stöðu þar sem hrepps- nefndinni kom saman um að ekki væri þörf á að viðhalda 70% stöðu eins og verið hafði á síðasta kjörtímabili. Röksemdir E-lista fyrir minna starfshlutfalli var t.d. að ekki liggi fyrir sambærilega stór verkefni og voru á síðasta kjörtímabili. Valtýr var sá eini sem var tekinn í viðtal samkvæmt ráðleggingum Hagvangs en tilboði þeirra var tekið til að sjá um ráðningarferli nýs sveitarstjóra, til að auglýsa og greina umsækjendur. Full- trúar minnihlutans fengu enga greiningu á hæfni né ferilskrá annarra umsækjenda þó oddviti listans færi fram á það við oddvita meirihlutans. Þessu vinnulagi voru fulltrúar E-lista ósáttir og óskuðu eftir að lagt yrði raunverulegt mat á umsækjendur. Við því var ekki orðið og tekið skýrt fram að ástæðan væri sú að Valtýr væri eini umsækjandinn með reynslu sveitarstjóra sem var þó ekki skilyrði í auglýsingunni. Staðreyndin er reyndar sú að þarna var annar einstaklingur meðal umsækjenda sem einnig hafði unnið sem sveitarstjóri. Þrátt fyrir að starfshlutfall sveitarstjóra hafi minnkað um 20% lækkuðu launin ekki á sama hátt. Á síðasta hreppsnefndarfundi var tekið fyrir laun og starfshlutfall oddvita. Ekki höfðu fulltrúar E-lista heyrt að þegar minnka ætti hlut sveitar- stjóra að það þyrfti að auka hlut oddvita enda ekki um sam- bærilegan hlut að ræða. Oddviti er kjörinn fulltrúi sem á að vera stefnumótandi en sveitarstjóri er starfsmaður sveitarstjórnar og sér um framkvæmd. En því var meirihluti ekki sammála. Halda þyrfti prósentu sem var á síðasta kjörtímabili og fyrst lækkun var á starfshlutfalli sveitarstjóra yrði að hækka hlutfall oddvita. Ekki var hægt að útskýra hækkunina á neinn annan hátt. Á sama tíma var sagt frá því að nýr sveitarstjóri hafi alltaf hvatt til jafnlaunastefnu og þess vegna ætti oddviti að fá 45% af launum sveitarstjóra en ekki þingfarar- kaups sem hreppsnefnd hafði þá tekið fyrir og miðað laun annarra nefnda á öðrum fundi hrepps- nefndar. Fyrir utan þessa hækkun á oddviti líka að fá 8% af þingfararkaupi fyrir setu í hreppsnefnd á mánuði. Þessu mótmæltu fulltrúar E-lista en höfðu ekki erindi sem erfiði og var samþykkt af meirihlutanum að laun oddvita í Ásahreppi með um 250 íbúa væri krónur 673 þúsund á mánuði fyrir utan akstur og símakostnað. Einnig er oddviti í átta af þrettán nefndum byggðarsamlaga, fimm sem aðalmaður og þremur sem varamaður, sem greitt er sérstaklega fyrir. Þegar litið er til könnunar sambands íslenskra sveitarfélaga, Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga 2018, um laun oddvita í sveitarfélögum með 200–499 íbúa kom í ljós: „Mánaðarlegar greiðslur til oddvita sveitar- stjórnar í þessum sveitarfélögum eru í fjórum tilvikum undir 100 þús. kr., í sex tilvikum 100-199 þús. kr., í einu tilviki 200-299 þús. kr. og í þremur tilvikum meira en 300 þús. kr.” bls.10. Hvernig getur meirihluti hreppsnefndar Ásahrepps út- skýrt eftirfarandi: Hvers vegna var sveitarstjóri ráðinn í 50% starfshlutfall en ekki 60% ef þörf var talið á að viðhalda prósentutölu frá fyrra kjörtímabili? Telur meirihluti það siðferði- lega rétt að hækka bæði starfshlutfall oddvita og við- miðunarmörk greiðslna, jafn- launastefna, þó ekki sé hægt að leggja nein rök fyrir hækkuninni önnur en þau að viðhalda sömu prósentu og var? Afhverju nær jafnlaunastefna einungis til oddvita en ekki annarra fulltrúa og/eða starfs- manns á skrifstofu? Telur meirihlutinn að íbúar hafi kosið sig til að hækka álögur og/eða minnka þjónustu við íbúa til að hægt sé að standa straum af launakostnaði sem hlýtur að hækka umtalsvert þegar laun oddvita hækka um 112,5% ef miðað er við laun oddvita á síðastliðnu kjörtímabili eftir að hækkun kjararáðs var tekinn inn 1. apríl 2017? Er þetta vilji kjósenda í Ásahreppi? TAX FREE DAGAR www.pier.is Gildir 30. ágúst - 5. sept. Gildir ekki með öðrum tilboðum. KORPUTORG - SMÁRATORG - AKUREYRI - SELFOSS . Afslátturinn nemur 19,36% sem verslunin sjálf veitir og er greiddur fullur virðisaukaskattur af sölunni. MANHATTAN stóll 89.900,- HAAG hornsófi 169.900,- Gólfpúðar 7.990,- LYDIEhliðarborð 49.900,- MARINDA stóll 29.900,- LYDIE hliðarborð 49.900,- HEMP gólfmotta 4.990,- GROSIO stóll 24.900,- SKILRÚM 14.990,- LARVIK náttborð 19.900,- ZWETTL skápur 149.900,- RICKART stóll 24.900,- 137.007,- 6.443,- 4.023,- 16.119,- 72.495,- 24.111,- 20.079,- 40.239,- 12.000,- 3.000,- 9.995,- AOMORI sófaborð 24.900,- LEIDEN sófaborð 19.990,- FRÁBÆR VIKUTILBOÐ! 70.000,- 10.000,- Tafir vegna fjárrekstra í Biskupstungunum F jallskilanefnd Biskups- tungna hefur sent frá sér tilkynningu um tafir vegna fjárrekstra í Biskupstungum. Föstudaginn 7. september og laugardaginn 8. september má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Biskups- tungum vegna fjárrekstra: Föstudaginn 7. september: Biskupstungnabraut (F35), milli Gullfoss og Geysis, frá kl. 11:30 til 13:30. Skeiða- og Hrunamanna- vegur (F30), við Gýgjarhól, frá kl. 14:00 til 15:30. Einholtsvegur (F358), frá Kjarnholtum að Tungnaréttum, frá kl. 16:00 fram á kvöld. Laugardaginn 8. september: Biskupstungnabraut (F35), frá Vatnsleysu að Múla, frá kl. 13:00 og fram eftir degi. Einholtsvegur (F358), frá Tungnaréttum að Gýgjarhóls- koti, frá kl:13:00 og fram eftir degi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz