2447

12 Fimmtudagur 3. maí 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Efni sendist á: selfoss@prentmet.is Alexis Kiehl í Selfoss FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Alexis Kiehl um að spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar. Kiehl, sem er 22 ára gömul, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum en hún var marka- hæsti leikmaður Dayton háskólans í Ohio á síðasta ári og valin leikmaður ársins hjá skólanum. „Mér líst mjög vel áAlexis. Hún er búin að vera hjá okkur síðan í mars og smellur vel inn í þetta hjá okkur. Hún er kraftmikill og snjall leikmaður, með góða fótboltagreind, flink með boltann og mjög góð að klára færi,“ segirAlfreð Elías Jóhanns- son, þjálfari Selfoss. Selfoss hefur leik í Pepsi-deildinni föstudaginn 4. maí þegar liðið heimsækir Val að Hlíðarenda. Alexis Kiehl og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálf- ari Selfoss, handsala samninginn. Mynd:UMFS HANDBOLTI Sebastian Alexanders son varð þriðji Selfyssingurinn til að hljóta sæti í heiðurshöll Selfoss handbolta, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða meira. Fyrir voru þeir Ramunas Mikalonis og Hörður Gunnar Bjarnarson. Sebastian kom til félagsins árið 2003 sem spilandi þjálfari og lék með liðinu til ársins 2015. Hann kom á fót og stýrði akademíu fél- agsins og var viðloðandi þjálfun yngri flokka. Hann tók þátt í því að endurvekja meistaraflokk kvenna og þjálfaði liðið frá 2010-2017. Basti spilaði 161 leik fyrir Sel- HANDBOLTI Selfoss og FH eigast við í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta þessa dagana. Selfoss vann fyrsta leikinn heima, 36-34 eftir framleng- ingu. Leikurinn var í járnum framan af en FH-ingar sigu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17. FH náði fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks en þá hrukku Selfyss- ingar í gang með Einar Sverris- son í fararboddi og unnu upp forskot FH. Haukur Þrastarson jafnaði svo 28-28 á lokamín- útunni og því þurfti að fram- lengja. Framlengingin var í járn- um þar til tvær mínútur voru eftir að FH tapaði boltanum. Þessi litlu mistök urðu til þess að Selfoss komst tveimur mörkum yfir og sigruðu að lokum 36-34. Einar Sverrisson var maður leiksins með 11 mörk, þar af 5 víti. Haukur og Atli Ævar skor- uðu 6 mörk hvor. Teitur Örn var með 5 mörk, Elvar Örn og Her- geir voru með 4 mörk hvor og þeir Guðni og Árni Steinn skor- uðu sitthvort markið. Sölvi varði 7 skot í marki Selfoss (33%) og Helgi 4 (18%). FH vann síðan annan leikinn 37-33 í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forskotinu, Selfoss náði góðum kafla undir lok fyrri hálf- leiks og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 17-15. FH byrjaði svo seinni hálfleik af miklum krafti og náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik. Selfyssingar náðu aðeins að klóra í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til og Selfoss tapaði með fjórummörk- um, 37-33. Einar Sverrisson var aftur markahæstur með 11 mörk, þar af 2 úr vítum. Teitur Örn skor- aði 8 mörk og Atli Ævar 4. Þeir Richard Sæþór, Elvar Örn, Haukur og Hergeir skoruðu allir 2 mörk hver. Þeir Guðjón Baldur og Guðni skoruðu sitt- hvort markið. Sölvi varði 3 skot (15%) og Helgi 2 skot (8%). Stuðningur Selfyssinga hefur verið mjög góður og vorum við m.a. í meirihluta í Kaplakrika á laugardaginn! Leikur þrjú fór síðan fram á þriðjudag, eftir að blaðið fór í prentun. Næsti leikur er á laug- ardaginn í Kaplakrika kl. 19:30 og ef svo ber undir þá er odda- leikur hér í íþróttahúsinu Valla- skóla miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á Facebook síðu Selfoss handbolta sem og Selfoss.net til nánari upplýsinga. Jafnt í einvíginu eftir tvo leiki FIMLEIKAR Laugardaginn 28. apríl sl. fór fram árlegt Minningarmót fimleikadeildar Umf. Selfoss. Minningarmótið er haldið í minn- ingu um Magnús Arnar Garðars- son, þjálfara hjá deildinni, sem lést í mótorhjólaslysi aðeins tvít- ugur að aldri, árið 1990. Minningarmótið hefur skapað sér fastan sess hjá fimleikadeild- inni og er orðið að uppskeruhátíð- inni okkar, þar sem þeir iðkendur eða lið sem skarað hafa fram úr fá ýmis konar viðurkenningar. Mótið var tvískipt í ár, en í fyrri hluta mótsins kepptu yngstu keppnishóparnir okkar, 7–11 ára iðkendur. Öll lið fengu verðlaun fyrir sitt besta áhald og keppendur fengu einnig epli í boði Nettó. Mikil gleði var meðal keppenda og mótið gekk mjög vel. Eftir fyrri hlutann voru veitt verðlaun fyrir lið ársins, en 4. flokkur 3 fékk þann bikar í ár. Í seinni hluta mótsins kepptu eldri keppendur, 11–15 ára. Það sama var uppi á teningnum í þeim hluta, þar sem öll lið fengu verðlaun fyrir sitt besta áhald og keppendur fengu epli frá Nettó. Liðin sem kepptu í seinni hlutan- um eru öll að fara að keppa á Íslandsmóti unglinga í maí og því var Minningarmótið góður undirbúningur fyrir það. Í lok mótsins voru veittar ýmsar viður- kenningar. Viðurkenningu fyrir Minningarmót fimleikadeildar Selfoss 2018 Einar Sverrisson á vítapunktinum. Mynd: JÁE. Sebastian tekinn inn í heiðurshöll Selfoss í handbolta foss á árunum 2003 til 2015 og skoraði í þeim tvö mörk. Eins og flestir, sem þekkja Sebastian, vita lagði hann líkama, hjarta og sál í verkefnið og er svo sannarlega vel að þessum heiðri kominn. Birgir Örn Harðarson afhendir Sebastian viðurkenninguna. framför og ástundun á þessu keppnisári fengu Auður Helga Halldórsdóttir og Rúnar Ingi Jóhannsson. Efnilegustu ungling- arnir að þessu sinni voru Evelyn Þóra Jósefsdóttir og Bjarni Már Stefánsson. Klara Sigurðardóttir fékk félagabikarinn í ár. Fim- leikakona ársins var valin Birta Sif Sævarsdóttir og fimleika- maður ársins var Bjarni Már Stefánsson. Virkilega flott fim- leikafólk sem við eigum og það er ljóst að framtíðin er björt. Að auki fékk Inga Heiða, fimleika- ljósmyndari, þakklætisvott fyrir óeigingjarnt og frábært starf á síðustu árum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz