2435
Miðvikudagur 7. febrúar 2018 13 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands M ikill uppgangur er í Sveitarfélaginu Árborg um þessar mundir sem m.a. lýsir sér í gríðarlegri fjölgun íbúa og miklum byggingaframkvæmd- um. Heilmargt er í gangi og framundan hjá sveitarfélaginu. Að hluta til er það tilkomið til að mæta aukinni íbúafjölgun. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, var spurð út í þau mál. Íbúum á eftir að fjölga mikið „Það er svolítið erfitt að spá til um hvað íbúummuni fjölga mik- ið á þessu og jafnvel næstu árum. Það varð algjör sprenging á síð- asta ári þegar það flutti hingað yfir 500 manns. Við gerum ráð fyrir að íbúafjölgunin haldi áfram þó hún verði kannski ekki alveg jafn mikil. Hún gæti samt alveg farið hátt í þetta. Við erum núna að bjóða út gatnagerð fyrir þrjár götur í Hagalandi þ.e. landi sem sveitarfélagið á. Þar verða 70–80 íbúðir. Svo erum við að deiliskipuleggja í Björkulandinu þar sem nýr skóli á að koma. Það verður næsta íbúðahverfi sem verður hægt að taka inn í ein- hverjum áföngum. Við ætlum að taka skólann í notkun haustið 2020 sem þýðir að við verðum að fara í að ákveða gatnagerð. Við þurfum náttúrulega að gera götuna að skólanum og það sem þarf í kringum þá uppbyggingu, þannig að þar gæti alveg verið hægt að gera götur fyrir íbúðar- húsnæði líka, samhliða þessum undirbúningi fyrir skólann. Við gætum því farið að úthluta lóð- um þar 2020. Síðan eiga einka- aðilar enn talsvert af lóðum og eru í áframhaldandi gatnagerð, t.d. í Dísarstaðalandi.“ segir Ásta. Byggt við leikskólann Álfheima „Við erum núna komin af stað með vinnu við hönnun á við- byggingu við leikskólann Álf- heima. Helgi Bergmann sem teiknaði skólann upphaflega er að hanna stækkun um þrjár deildir. Verkið fer væntanlega í útboð í haust. Framkvæmdatím- Mikil fjölgun í skólum og leikskólum í Árborg inn verður að líkindum u.þ.b. ár eða svo. Stækkunin gæti því verið tekin í notkun haustið 2019. Svo er ein bráða- birgðastofa við Álfheimana sem við ætlum að leggja af þegar að viðbyggingin er komin. Þetta er brýn nauðsyn miðað við þann aukna fjölda sem er í þessum aldurshópi hjá okkur,“ segir Ásta. Sunnulækjarskóli stækkaður „Síðan erum við komin af stað með eina stækkunina enn á Sunnulækjarskóla, en það er búið að byggja hann í nokkrum áföngum á mörgum árum. Þetta verður sennilega síðasti áfanginn í kennsluhúsnæði. Þetta er leið til að geta tekið á móti öllum þeim nemendum sem eru að koma nýir til okkar þangað til við verðum komin með nýjan skóla í Björkulandinu. Hugsunin er þá að þessi stækkun á Sunnulækjarskóla geti nýst t.d. fyrir skólavistunina eða frí- stundina því hún hefur í rauninni aldrei haft skilgreint pláss í skól- anum. Kennslustofur hafa verið notaðar sem eru auðvitað vinnu- staður kennaranna eftir að kennslu lýkur. Þá yrði komin mjög góð aðstaða fyrir skólavistun í Sunnulækjarskóla eins og er nú þegar í Vallaskóla og Barnaskólanum á Eyrar- bakka og Stokkseyri.“ Hönnun nýs skóla í Björkulandi „Vinna er komin af stað við undirbúning nýs skóla í Björkulandi, starfshópur hefur fundað stíft undanfarið. Við stefnum að því að taka í notkun þar fyrsta áfanga skólans, sem ég veit kannski ekki alveg hvað verður stór, fyrir fjóra árganga eða svo, haustið 2020. Það er ekki langt í það og unnið ötul- lega að þessu,“ segir Ásta. Talsverðar breytingar í Vallaskóla „Svo má nefna að það stendur til að fara í talsvert miklar breytingar í Vallaskóla, m.a. al- mennt viðhald og endurbætur á húsinu. Stærstu breytingarnar eru þó fólgnar í því að þar eru tveir innigarðar, rými inn í miðju húsi með glerveggjum en þak- laus, sem verður byggt yfir eins og var gert fyrir nokkrum árum við sams konar rými þar sem bókasafnið er. Með því fæst meira kennslurými í Vallaskóla. Á síðasta skólaári fór að fjölga í Vallaskóla eftir stöðugleika sem hafði verið í nemendafjölda þar undanfarin ár. Það skýrist m.a. af hraðri uppbyggingu í Haga- landinu sem á skólasókn í Valla- skóla og svo virðist vera að yngjast eitthvað í gömlu hverf- unum sem hafa skólasókn þang- að,“ segir Ásta. Viðtal: ÖG. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar. Mynd: ÖG. U m þessar mundir fagnar Leikfélag Selfoss 60 ára af- mæli og stendur félagið fyrir afar glæsilegri dagskrá á afmæl- isárinu. Stífar æfingar standa nú yfir á aðalsýningu leikársins sem er fjölskyldugamanverkið Glæpir og góðverk í leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur, byggt á leikriti Anton Delmar. Verkið segir frá þremur hjartagóðum systrum sem erfa húsnæði eftir bróður sinn. Systurnar þrjár þrá aðeins það eitt að hjálpa náunganum með smá aðstoð frá almættinu. Skipt- ir þá engu hver sá náungi er og koma þær sér þannig jafnan í spaugilegar aðstæður. Einn af Leikfélag Selfoss kynnir: Glæpir og góðverk þeim er Breki Brjánn Búason eða Breyskur, fyrrverandi fangi sem systurnar skjóta skjólshúsi yfir eftir að hann losnar úr tugt- húsinu og vinna svo að því hörð- um höndum að koma honum á rétta braut í lífinu. Með góðum vilja og náungakærleik má ná mjög langt og það á svo sannar- lega við um systurnar þrjár sem ekkert bágt mega sjá án þess að rétta hjálparhönd. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir en hún leikstýrði einnig verkinu Bróðir minn ljónshjarta sem Leikfélag Selfoss setti upp árið 2014. Sig- rún hefur gríðarlega reynslu sem leikstjóri og hefur leikstýrt yfir 50 leiksýningum ásamt því að skrifa og þýða mikinn fjölda verka. Leikarar í sýningunni eru tólf talsins auk baktjaldarsér- fræðinga sem eru leikmynda- höfundar og smiðir, tónlistar- fólk, leikmuna- og búninga- hönnuðir, ljósahönnuður o.fl . Frumsýning verður 16. febr- úar og vill Leikfélag Selfoss hvetja alla Sunnlendinga svo og landsmenn alla að drífa sig á afar skemmtilega fjölskyldusýn- ingu sem höfðar til allra aldurs- hópa. Einnig minnum við á Snapchat leikfélagsins sem heit- ir „leik-selfoss“ þar sem hægt er að fylgjast með æfingarferlinu og skyggnast á bakvið tjöldin. Opinn fundur um viðburði og bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2018 Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2018. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3. hæð, þriðjudaginn 13. febrúar nk. kl.18:00 . Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjöl- breyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferða- menn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja. Forsvarsmenn þeirra hátíða sem nú þegar eru fyrirhugaðar á árinu geta sent staðfestar dagsetningar á bragi@arborg.is en sveitarfélagið er að vinna í viðburðadagatali fyrir árið 2018 sem gefið verður út í lok febrúarmánaðar. Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar Sterkur auglýsingamiðill Dreift ókeypis um allt Suðurland 9400 eintök
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz