2435

12 Miðvikudagur 7. febrúar 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands F IMLE IKAR – FÓTBOLT I –FRJÁLSAR ÍÞRÓTT IR – HANDBOLT I – JÚDÓ – LYFT INGAR – MÓTOKROSS – SUND – TAEKWONDO Ums j ó n a r - o g á b y r g ð a rma ð u r : G i s s u r J ó n s s o n . E f n i s e n d i s t á : um f s @um f s . i s HANDKNATTLEIKUR Selfyssingar unnu góðan útisigur á Val á Hlíðarenda í seinustu viku 29-34. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn komust mest fimm mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik og voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Selfyssingar náðu að saxa á þetta forskot hægt og rólega þegar leið á seinni hálfleik og var orðið jafnt, 24-24 þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Eftir hreint út sagt magnaðan lokakafla sigruðu Selfyssingar að lokum örugglega, 29-34. Elvar Örn Jónsson spilaði sinn fyrsta leik í þrjá mánuði eftir meiðsli og var markahæstur með 11 mörk, þeir Atli Ævar Ingólfs- son og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu báðir 6 mörk. Haukur Þrastarson 5, Teitur Örn Einars- son 3 mörk og þeir Hergeir Grímsson, Guðni Ingvarsson og Einar Sverrisson skoruðu allir 1 mark. Sölvi Ólafsson varði 10 skot í markinu. Með sigrinum fóru Selfyss- ingar upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig. HANDKNATTLEIKUR Selfyssingar léku tvo leiki gegn toppliðum Olís-deildar kvenna í höfuð- borginni í seinustu viku. Fyrri leikurinn gegn Fram tapaðist í Safamýrinni, 28-18 en heimakonur höfðu yfirhöndina allan tímann og var staðan 18-9 í hálfleik. Fram hélt góðu for- skoti allan seinni hálfleikinn og varð hann mestur fjórtán mörk, 26-12. Selfyssingar skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiks- ins og lokatölur urðu 28-18. Ída Bjarklind var markahæst KNATTSPYRNA Knattspyrnudeild Selfoss hefur fengið austurrísku landsliðskonuna Sophie Maier- hofer til liðs við sig. Sophie var í leikmannahópi Austurríkis á EM í Hollandi síðastliðið sumar en hún kom ekki við sögu í 3-0 sigri liðsins gegn Íslandi á mótinu. Á meistaraflokksferli sínum hefur Sophie m.a. spilað með Werder Bremen í Þýskalandi. Sophie er 21 árs gömul en hún spilar á miðjunni. Hún á tólf Selfyssingar í sjötta sæti KNATTSPYRNA Selfyssingar end- uðu í sjötta sæti í B-deild Fótbolta.net mótsins eftir 0-2 tap gegn Aftureldingu. Liðin enduðu í þriðja sæti sinna riðla og mættust því í leik um fimmta sæti í mótinu. Ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum en eftir 12 mínútur í þeim seinni náði Afturelding for- ystu sem þeir tvöfölduðu á 70. mínútu og þar við sat. Selfoss lagði Víði Garði 4-1 í lokaleik riðilsins og end- aði, eins og áður segir, í þriðja sæti í sínum riðli með fjögur stig. Það voru þeir Brynjólfur Þór Eyþórsson, Ivan Pachu Martinez, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Magnús Ingi Einarsson sem skoruðu mörk Selfyssinga. HANDKNATTLEIKUR Stelpurnar í 5. og 6. flokki yngri kepptu fyrir viku á þriðja móti tímabilsins á Íslandsmótinu. Stelpurnar stóðu sig vel en mikill fjöldi er að æfa í þessum flokkum og framtíðin er björt. Þess má geta að 6. flokkur yngri vann sína deild en þær unnu alla sína leiki. Myndin hér að ofan er af 6. flokki í verðlaunaafhendingunni í mótslok. HANDKNATTLEIKUR Strákarnir á yngra ári í 5. flokki unnu 2. deild um síðustu helgi og eru komnir í hóp fimm bestu liða landsins. Fremri röð f.v. Jason Dagur Þórisson, Sesar Harðarson og Guð- mundur Stefánsson. Efri röð f.v. Gísli Felix þjálfari, Guðmund- ur Steindórsson, Anton Breki Hjaltason, Patrekur Þór Guðmunds- son Öfjörð, Rúrik Nikolai Bragin og Arnór Elí Kjartansson. Nýr hópleikur Selfoss-getrauna að hefjast KNATTSPYRNA Nýr hópleikur Sel- foss-getrauna hefst laugardaginn 10. febrúar. Hægt er að skrá sig til leiks í félagsheimilinu Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem knatt- spyrnudeild er með opið hús kl. 11:00-13:00 alla laugardaga í vetur. Eflum félagsandann og mæt- um í félagsheimili Umf. Selfoss í Tíbrá á laugardagsmorgnum. Þar er heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum frá Guðna bakara. Allir eru hjartanlega velkomnir. Björt framtíð hjá stelpunum Glæsilegur sigur strákanna á Valsmönnum á Hlíðarenda Sæti í úrslitahelginni í boði Næsti leikur hjá strákunum var á heimavelli gegn Aftureldingu á mánudaginn en þeir sækja Þrótt- ara heim í Laugardalshöllina á morgun, fimmtudag 8. febrúar, í fjórðungsúrslitum í Coca Cola- bikarkeppni HSÍ. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitahelgi HSÍ, „Final four“ og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. esó landsleiki að baki með Austur- ríki. Í dag er Sophie í háskóla í Bandaríkjunum en hún er vænt- anleg til Íslands ummiðjan maí. Hún spilar síðan með Selfyss- ingum fram í ágúst áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna. Eva Lind Elíasdóttir, leikmaður Sel- foss, er í sama skóla og Sophie. Selfoss komst upp í Pepsi- deild kvenna á nýjan leik síðastliðið haust og leikur því á meðal þeirra bestu í sumar. með 6 mörk, Harpa Sólveig skor- aði 5 og Arna Kristín 2 mörk. Þær Katla Björg, Rakel, Elva Rún og Hulda Dís skoruðu allar 1 mark hver. Viviann varði 12 skot í marki Selfoss. Seinni leikurinn gegn toppliði Vals tapaðist 28-13. Leikurinn varð aldrei spennandi og höfðu Valskonur yfirhöndina allan leikinn, hálfleikstölur voru 16-8 og lokatölur urðu 28-13. Ída Bjarklind var markahæst með 4 mörk, Harpa Sólveig, Hulda Dís og Rakel skoruðu allar 2 mörk. Agnes, Elín Krista og Arna Kristín voru allar með 1 mark hver. Viviann varði 11 skot í marki Selfoss. Í báðum leikjunum vour þær Hrafnhildur Hanna Þrastardótt- ir, Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir meidd- ar en ungar og efnilegar stelpur fengu að spreyta sig í staðinn. Selfyssingar sitja sem fastast í 6. sæti með 7 stig. Næsti leikur er heimaleikur gegn Haukum eftir rúma viku, þann 13. febrúar. Við hvetjum alla Sel- fyssinga til að mæta og styðja stelpurnar okkar! esó Elvar Örn var með magnaða endurkomu og skoraði 11 mörk í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE Strákarnir í hópi fimmbestu Ída Bjarklind Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga í báðum leikjunum. Mynd UMFS/JÁE. Tveir ósigrar í höfuðborginni Austurrísk landsliðskona til liðs við Selfoss Guðmundur Axel Hilmars- son (t.v.) og Brynjólfur Þór sem skoraði sitt fyrsta móts- mark fyrir Selfoss í leiknum, en hann er fæddur árið 2001 og er nýgenginn upp í 2. flokk. Mynd: UMFS.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz