
Reykholtsskóli Bláskógabyggð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa/sérkennara til starfa í 100% stöðu.
Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum eru um 100 nemendur og þar starfa rúmlega 20 starfsmenn. Kjörorð skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, teymisvinnu, verkefnamiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti og list- og verkgreinar.
Reykholtsskóli er annar tveggja grunnskóla Bláskógabyggðar. Gott samstarf er við
leikskólann Álfaborg í Reykholti, Bláskógaskóla Laugarvatni, Kerhólsskóla í
Grímsnes- og Grafningshreppi og Flúðaskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
- Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur eða framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
Verkefni og ábyrgðarsvið:
- Vinnur að menntun barns/barna með sérþarfir þar með talið að skipuleggja kennslu viðkomandi í samvinnu við umsjónarkennara
- Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir það barn/börn sem hann er með í stuðning í samstarfi við umsjónarkennara og aðstoðarskólastjóra
- Starfar í teymi þess barns/barna sem hann er með í stuðning
- Er leiðbeinandi fyrir annað starfsfólk varðandi stuðning við nemendur með sérþarfir
Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.
Starfið hentar einstaklingi óháð kyni.
Umsóknir sendist á Láru B. Jónsdóttur, skólastjóra, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Netfangið er lbj@reykholtsskoli.is og símanúmerið 480 3020 .
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2022.
To apply for this job email your details to lbj@reykholtsskoli.is