4.2 C
Selfoss

Tindar-Tæknilausnir fá afhenta gervigreindartölvu

Vinsælast

Tindar-Tæknilausnir á Selfossi hafa nú fengið afhenta fyrstu Nvidia Spark DGX gervigreindartölvuna frá Advania, umboðsaðila Nvidia á Íslandi. Þetta er stór áfangi fyrir Tinda-Tæknilausnir sem opnar nýja möguleika í innri gervigreindarvinnslu, bæði fyrir staðlaðar lausnir og sérsniðin verkefni fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Tölvan mun einnig gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun fyrirtækisins og styrkir stöðu Tindar-Tæknilausna sem öflugt tölvuþjónustufyrirtækið á Suðurlandi. „Við í tæknigeiranum getum aldrei hætt að hugsa til framtíðar og verðum stöðugt að læra og taka áskorunum,“ segir Árni Laugdal, framkvæmdastjóri Tindar-Tæknilausna. Nýja Spark DGX tölvan hvetur til nýsköpunar og gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum lausnir sem byggja á nýjustu tækni.

Gervigreind er að verða lykiltækni í nútímarekstri sem gerir fyrirtækjum kleift að greina gögn hraðar, taka betri ákvarðanir og þróa lausnir sem áður voru óhugsandi eða kostnaðarlega óframkvæmanlegar. Fyrirtæki sem nýta gervigreind eru í betri stöðu til að bregðast við breytingum og skapa samkeppnisforskot.

Sem sjálfstætt tæki er Nvidia Spark DGX ein öflugasta gervigreindarvélin sem völ er á í dag og hönnuð til að keyra stór og flókin líkön með ótrúlegum afköstum. Afhending Nvidia Spark DGX þýðir að Tindar-Tæknilausnir geta nú unnið með flóknari verkefni á eigin búnaði, með hámarksöryggi, á lágmarkstíma og með innlendri orku.

Tindar-Tæknilausnir eru leiðandi í tölvuþjónustu á Suðurlandi. Fyrirtækið veitir persónulega og framsækna tækniþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir, allt frá einyrkjum til öflugustu fyrirtækja landsins á sínu sviði. Með nýjustu tækni og sterku teymi er markmiðið að tryggja áreiðanlegar og framtíðarhæfar lausnir sem styðja við rekstur viðskiptavina Tindar-Tæknilausna.

Nýjar fréttir