15.6 C
Selfoss

Vegan rótsellerí „skinka“

Vinsælast

Birgir Guðmundsson er matgæðingur vikunnar.

Ég þakka vísindafélaga mínum Grétari fyrir áskorunina. Honum er margt til lista lagt. Hann býr til eigin kol, járn úr rauðmýra og elur upp rækjur. Ég er ekki jafn hugmyndaríkur. Því miður elda ég of lítið svo ég hefði getað skrifað „taka upp símann og hringja í Wolt“ en það er kannski hálflélegt. Það var ansi hugmyndarík uppskrift frá Grétari seinast sem er erfitt að jafna. Ég bý í Svíþjóð og fékk mjög góðan rétt frá kollega seinustu jól sem ég býð upp á. Ég elda ekki grjót heldur rót.

Uppskrift

2 skalottlaukar

2 dl matvín

6 timjan-kvistar

1 dl ólívuolía

Ca. 800 gr. sellerí rót

½ tsk salt

Grillblanda

½ handfylli persilja

¾ dl brauðmolar

2 msk. sinnep

Setjið ofninn á 200° C. Fínhakkið laukinn og eldið saman með timjan-kvistunum og víninu. Eldið þar til helmingur af víninu hefur gufað upp. Hrærið saman með ólívuolíunni og saltinu. Skerið ferhyrningslaga rákir í sellerírótina. Bakið sellerírótina í ofninum í ca 1 tíma. Hellið yfir laukblandinu í 1 tíma í viðbót. Ausið olíunni yfir rótina af og til í ofninum. Hækkið svo ofninn í 225° C. Blandið saman persiljunni og brauðmolunum. Penslið sinnepi yfir rótina og stráið yfir persilju- og brauðblöndunni. Eldið rótina í 10 mínútur í viðbót. Valfrítt meðlæti.

Ég skora á vin minn Bjarna Kristin Gunnarsson heila-heilara næst. Hann er öllu vanur þegar kemur að hugsunum fólks og ætti að getað frætt okkur um hugnærandi matreiðslu. Vonandi ekkert sem inniheldur alvöru heila.

Nýjar fréttir