Á fimmtudagskvöld 3. júlí klukkan 20.00 verður minningarhátíð á Valhallarreitnum á Þingvöllum um Steingrím Hermannsson, fyrrum formann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.
Guðni Ágústsson stýrir samkomunni. Guðmundur Steingrímsson minnist föður síns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins minnist for-mannsins og forsætisráðherrans. Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur hermir eftir og fer með gamanmál. Karlakórinn Fóstbræður syngja. Þetta verður Þjóðhátíð. Allir eru velkomnir.