14.5 C
Selfoss

Purple Rain sem kántrílag?

Vinsælast

Gleðilegan föstudag!

Að þessu sinni tekur Hr. Eydís eitt af ódauðlegu lögum ’80s-tímabilsins. Þetta er lag sem flestir þekkja og hafa öskursungið með, Purple Rain með Prince.

Purple Rain kom út árið 1984 á samnefndri plötu sem var hljóðrás fyrir kvikmyndina Purple Rain. Platan seldist í yfir 25 milljónum eintaka og lagið sjálft varð eitt af þekktustu og vinsælustu lögum Prince. Það hefur unnið til fjölda verðlauna og er í dag talið ein áhrifamesta ballaða áratugarins með sínum epíska hljómi, tilfinningalega texta og ódauðlega gítarsólói.

Upphaflega hugsaði Prince lagið sem kántrílag og ætlaði að biðja Stevie Nicks úr Fleetwood Mac að semja texta fyrir það en Stevie afþakkaði. Sagan segir svo að þegar fyrstu klippur af myndinni voru sýndar sagði stjórnandi Warner Bros að Purple Rain væri „of langt“ og hægði á myndinni. Hann vildi klippa það út! Prince og leikstjórinn neituðu og slógu hnefunum réttilega í borðið!

Upptakan sem Hr. Eydís deilir nú er frá tónleikunum þeirra í Háskólabíói þar sem þau fengu að njóta þess að flytja Purple Rain fyrir troðfullum sal.

„Það er eitthvað ólýsanlegt við þetta lag, það hefur einhvern galdur sem nær til allra. Það var alveg stórkostlegt að fá að spila það á þessum tónleikum,“ segir Örlygur Smári, söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.

Á næstu dögum kemur svo nýtt lag frá hljómsveitinni á allar helstu streymisveitur!

„Við ætlum aðeins að bregða á leik og snúa gömlum ’80s-slagara upp í verslunarmannahelgahal fyrir þjóðhátíð! Já, fylgist endilega með, það þarf að hafa gaman að lífinu!“

Hér má hlusta á lag vikunnar.

Instagram: eydisband
Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)
TikTok: eydisband

Nýjar fréttir