13.9 C
Selfoss

Sokkar með Halldóruhæl

Vinsælast

Prjónauppskrift Bobbýjardætra að þessu sinni eru sokkar með Halldóruhæl.

Stærðartafla

Stærðir

1 2ára

3 4 ára

5 6 ára

7 8 ára

9-11ára

37-41

42-45

Garnmagn

50 gr

50 g

100 g

100 g

100 g

100 g

100 g

Lengdá sokk

12-14

cm

15-17 cm

16-18

cm

19-21 cm

22-24 cm

24-28 cm

29-31 cm

ATH. Við erum öll mismunandi og þess vegna eru þessar tölur bara til viðmiðunar, alltaf gott að mæla fætur áður en hafist er handa.

GARN:

Froyja frá Viking einnig er hægt notaReflex Superwash frá Viking og Viking Merino.

Garnið fæst hjá Bobbý Hveragerði og bobby.is.

Prjónfesta er ca 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á 3,5 mm prjóna.

ÞAÐ SEM ÞARF:

Sokkaprjóna /Crazy Trio 3,5 mm Prjónamerki.

Stoppunál til ganga frá endum.

LESIÐ VEL YFIR UPPSKRIFTINA ÁÐUR EN HAFIST ER HANDA!

TÆKNIUPPLÝSINGAR:

Sokkarnir eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna eða Crazy trio prjóna.

Stroffið er 2 slétta lykkjur og 2 brugðnar lykkjur, prjónið stroffið eins langt og óskað er. Hællinn er svo kallaður Halldóruhæll, sem er þessi hefðbundni hæll þar sem hæltotan er gerð í ákveðna lengd, skipt upp í þrjá parta og lykkjum fækkað sitt hvoru megin við miðjupartinn þar til að miðjan er eftir.

UPPSKRIFT:

Fitjið laust upp, 36 40 44 48 50 54 62 lykkjur á 3,5 mm prjóna og prjóniðstroff, tvær lykkjur sléttar og tvær lykkjur brugðnar út umferð. Setijð prjónamerki viðupphaf umferðar svo þið vitið hvar umferð byrjar og endar.

Prjónið stroff ca 8 – 8 10 10 12 16 18 cm, vera meira og vera minna.

Eftir stroff eru prjónaðar ca 10 10 10 -10 12 16 20 umferðir slétt.

hefst hæltotan:

Prjónið helmingin af lykkjunum, fram og til baka, slétt á réttu, brugðið á röngu, ca 14 16 16 16 18 20 24 umferðir réttu og röngu) Þá er hæltotan komin.

Hæltotu skipt upp í 3 parta:

Í stærð 1-2 ára eru lykkjurnar 18 og skiptast jafnt, 6 í hverjumparti Í stærð 3-4 ára eru lykkjurnar 20 og skiptast þannig: 6 8 6.

Í stærð 5-6 ára eru lykkjurnar 22 og skiptast þannig: 7 8 7.

Í stærð 7-8 ára eru lykkjurnar 24 og skiptast jafnt, 8 í hverjumparti Í stærð 9-11 ára eru lykkjurnar 25 og skiptast þannig: 8 9 8.

Í stærð kvk eru lykkjurnar 27 og skiptast jafnt, 9 í hverjumparti Í stærð kk eru lykkjurnar 31 og skiptast þannig: 10 11 10.

Til mynda hælbogann er lykkjum fækkað eins og hér segir:

Það er gott setja prjónamerki á milli partanna þriggja, þá er síður verið ruglast með upphaf og endi.

á fækka lykkjunum í báðum endum þar til miðjulykkjurnar eru einar eftir Byrjiðá prjóna brugðið þar til ein lykkja er eftir af miðjuparti þá takið þið síðustu lykkjunaaf miðjunni og fyrstu af enda parti saman… snúið við.

Prjónið slétt þar til ein lykkja er eftir af miðjuparti, prjónið þá lykkju og eina af byrjunarparti saman með því prjóna aftan í lykkjurnar.

Snúið við og gerið eins og fyrsta umferðin var gerð, snúið við og takið saman aftan í lykkjurnar.

Svona gerið þið þar til eingöngu miðjuparturinn er eftir.

Tengið aftur í hring!

Gætið þess endað á réttunni.

Prjónið upp lykkjurnar í hlið totunnar næsta prjóni, það ættu vera jafn margar lykkjur og tekið var úr áður.

Prjónið næsta prjón hinni hliðinni, prjónið upp lykkjurnar í seinni hliðinni.

Þá er kominn þessi fíni “Halldóruhæll”.

eiga vera jafnmargar lykkjur og áður en byrjað var á totunni.

Ef lykkjurnar eru fleiri þarf fækka þeim sem því nemur og best gera það í byrjun og eða endi á iljarstykkinu.

Sokkurinn:

Prjónið sokkinn í þá stærð sem óskað er.

Það er gott miða við prjóna fram fyrir litlu áður en byrjað er taka úr við tærnar.

Úrtaka:

(Ath. miðað er við prjónað á crazy trio prjóna „3 prjóna“).

Prjónið 1 lykkju prjónið saman næstu 2 lykkjur, prjónið þar til það eru 3 lykkjur eftir á prjóninum, takið tvær lykkjur af vinstri prjón eins og það eigi prjóna þær eina í einu, setjið yfir á vinstri prjón og prjónið þær saman.

Prjónið síðustu lykkjuna á prjóninum Gerið eins á næsta prjóni.

Prjónið eina slétta umferð á milli úrtaka þar til 8 lykkjur eru eftir á prjónunum.

Slítið bandið, þræðið nál og þræðið í gegnum allar lykkjurnar 8 sem eftir voru og dragið saman.

Gerið hinn sokkinn eins!

Gangið vel frá öllum endum og þvoið eftir leiðbeiningum á garni.

Nýjar fréttir