14.5 C
Selfoss

Alexander og Eric sigruðu umferð Íslandsmótsins í motocross

Vinsælast

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocross var haldin í Ólafsvík þann 14. júní síðastliðinn á vegum Motocrossklúbbs Snæfellsbæjar. Rúmlega 50 keppendur voru skráðir til leiks. Brautin í Ólafsvík er bæði krefjandi sandbraut og reynir hún vel á keppendur og var hörkukeppni á flestum moto-um dagsins. Iðkendur UMFS, Alexander Adam og Eric Máni, áttu frábæran dag. En Alexander Adam sigraði MX1 flokkinn eftir hörkubáráttu um fyrsta sætið við Mána Frey Pétursson, Eric Máni sigraði svo MX2.

Næsta umferð Íslandsmótsins fer svo fram á Akranesi þann 28. júní næstkomandi.

Alexander Adam.
Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir