14.5 C
Selfoss

Heiðrún Anna Íslandsmeistari í holukeppni kvenna

Vinsælast

Heiðrún Anna Hlynsdóttir hjá Golfklúbbi Selfoss er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2025 eftir sigur á Pamelu Ósk Hjaltadóttur hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitaleik sem fram fór á Hlíðavelli 23. júní. Leikur þeirra var jafn fram á 15. braut en Heiðrún Anna vann þá þrjár holur í röð með pari og tveimur fuglum og tryggði sér titilinn á 17. holu.

Þetta kemur fram á kylfingur.is.

„Það er búið að vera markmið hjá mér lengi að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að vera í baráttunni í nokkur ár. Það var gaman og vonandi ekki sá síðasti. Mér hefur gengið mjög vel í vor og sumar og framundan eru stór mót, þar á meðal Íslandsmótið í höggleik sem er næsta markmið,“ segir Heiðrún í samtali við kylfingur.is.

Heiðrún lék frábært golf í holukeppnisleikjunum en hún var með næstbesta skorið í höggleiknum.

Nýjar fréttir