15.6 C
Selfoss

Metfjöldi nemenda skráður í FSu næsta haust

Vinsælast

FSu stefnir í að taka á móti metfjölda nemenda í dagskólanum næsta haust – yfir 1000 nemendur verða skráðir, sem er um 40 fleiri en haustið 2024. Samtals er gert ráð fyrir að meira en 1200 einstaklingar stundi nám við skólann, þegar garðyrkjuskólinn og kvöldskólinn eru taldir með. Að auki verða nemendur á Litla Hrauni og Sogni, auk grunnskólanema í fjarnámi. Þeir eru ekki meðtaldir í þessari tölu.

„Skólinn hefur innritað um 280 nýnema sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Nýnemar og foreldrar/forráðamenn hafa fengið tölvupóst með ýmsum hagnýtum upplýsingum um innritunargjöld og skólabyrjun í haust. Það er spennandi haust í vændum,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Nýjar fréttir