15.6 C
Selfoss

Guðríður Gyða með sýningu í Listagjánni

Vinsælast

Guðríður Gyða Halldórsdóttir hefur opnað myndlistasýningu í Listagjánni í Bókasafni Árborgar. Sýningin stendur til 14. júlí og er opin á opnunartíma bókasafnsins.

Guðríður Gyða Halldórsdóttir fæddist 3. ágúst 1951 á Suðureyri  við Súgandafjörð. Hún lærði í Myndlistaskóla Kópavogs í nokkur ár og útskrifaðist af Hönnunarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Gyða er lærður nuddari og á einnig að baki sex ára nám í ilmkjarnaolíufræðum, hún gaf m.a. út bók um ilmkjarnaolíur árið 2019.

Þetta er sjötta einkasýning Gyðu og jafnframt sú fyrsta á Selfossi. Myndsefni á sýningunni er nátengt áhugasviði Gyðu sjálfrar. Gömul hús og skúrar af ýmsum gerðum hafa lengi heillað hana og skemmst er frá því að segja að hún smíðaði tíu kofa á meðan hún var á barnsaldri. Gyða er einnig jurtanorn og fá því nornirnar sinn sess á sýningunni.

Nýjar fréttir