14.5 C
Selfoss

Grímsnes- og Grafningshreppur og Leikfélagið á Sólheimum undirrita samstarfssamning

Vinsælast

Þann 12. júní sl. var samstarfssamningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Leikfélagsins á Sólheimum formlega undirritaður. Athöfnin fór fram á Sólheimum, þar sem Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstýra og Þorvaldur Kjartansson, formaður leikfélagsins, skrifuðu undir fyrir hönd hvors aðila.

Markmið samningsins er að styrkja leiklistarstarf á svæðinu og veita nemendum Kerhólsskóla kost á að sækja leiksýningar félagsins án endurgjalds.

Samningurinn styður við þá öflugu menningarstarfsemi sem Leikfélagið á Sólheimum hefur staðið fyrir um árabil og fellur vel að 95 ára afmæli Sólheima sem fagnað er á þessu ári.

Sveitarfélagið fagnar þessu mikilvæga samstarfi og hlakkar til að styðja áframhaldandi þróun leiklistarstarfs á svæðinu til framtíðar,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nýjar fréttir