13.9 C
Selfoss

Marína Ósk fagnar útgáfu nýrrar plötu

Vinsælast

Í tilefni af útkomu sinnar þriðju breiðskífu, Oh, Little Heart, blæs tónlistarkonan og Eyrbekkingurinn Marína Ósk til útgáfutónleika og fagnaðar í Húsi Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00. Vinum, vandamönnum, aðdáendum og öllum þar á milli er boðið að koma og fagna útgáfunni, en frítt er inn á tónleikana. 

Marína Ósk, sem best er þekkt fyrir að vera ein af helstu djasssöngkonum Íslendinga fetar nýjar músíkslóðir með plötunni Oh, Little Heart, en þar býður hún upp á kántrískotið popp, blús og tilfinningarík söngvaskáldaljóð. 

Með Marínu á sviðinu á fimmtudaginn verða Kjartan Baldursson á gítar, Ingólfur Magnússon á kontrabassa, Ásmundur Jóhannsson á trommur, og Ragnar Ólafsson á hljómborð, en allir eru þeir meðlimir hljómsveitarinnar The Bookstore Band, ásamt Marínu, sem leikur daglega fyrir fullu Húsi Máls og menningar. 

Frítt er inn á tónleikana, eins og áður sagði, en hægt verður að styrkja Marínu Ósk og tónlistarmennina með frjálsum framlögum. Einnig verður hægt að tryggja sér í forsölu eintök af vínilplötum og sérstakri bók með söngtextum og litanlegum teikningum, eins konar tvíburasystkini plötunnar sjálfrar.

Nýjar fréttir