Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir náðu báðir þeim merka áfanga á árinu að spila sinn 100. leik fyrir íslenska landsliðið í blaki.
Þeir hafa verið að gera góða hluti með félagsliði sínu Hamri í Hveragerði ásamt því að hafa áður spilað í atvinnumennsku í Danmörku, Austurríki, Frakklandi og Noregi. Þeir spiluðu þó ekki alltaf í sama liði.
Hafsteinn náði áfanganum þegar landsliðið mætti Færeyjum og Svíþjóð í Digranesi um liðna helgi. Leikirnir voru hluti af Evrópukeppni landsliða 2025. Kristján hafði komist í 100 leikja hópinn á undan Hafsteini.
Í tilefni af þessu afreki voru Hafsteinn og Kristján sæmdir gullmerki Blaksambands Íslands.