15.6 C
Selfoss

PEERS-námskeiði í félagsfærni lokið með góðum árangri

Vinsælast

Nýlega lauk 16 vikna PEERS®-námskeiði í félagsfærni, sem haldið var í samstarfi milli Birtu starfsendurhæfingar Suðurlands og Elju virkniráðgjafar hjá Sveitarfélaginu Árborg. PEERS®-námskeið hafa verið haldin hjá Birtu frá 2019 en er þetta í fyrsta skipti sem það er haldið í sameiningu. Námskeiðið er hluti af markvissu starfi til að efla félagsfærni og virkni meðal ungs fólks á svæðinu.

PEERS® er alþjóðlega viðurkennt námskeið sem byggir á rannsóknum og reynslu á sviði félagslegrar færniþjálfunar. Á námskeiðinu læra þátttakendur hagnýtar leiðir til að bæta samskiptahæfni, efla sjálfstraust og takast á við félagslegar aðstæður á markvissan hátt.

Námskeiðið tókst vel til og þátttakendur sýndu mikinn áhuga og þátttöku. Bæði Birta og Elja hafa lýst yfir ánægju með samstarfið og eru með áform um áframhaldandi verkefni sem styðja við ungt fólk á Suðurlandi með það að markmiði að efla félagslega virkni og þátttöku í samfélaginu.

Samstarfið er gott dæmi um hvernig stofnanir geta sameinað krafta sína til að mæta þörfum ungs fólks og byggt upp öflugt stuðningsnet í nærsamfélaginu.

Nýjar fréttir