15.6 C
Selfoss

Átta verkefni aðildarfélaga HSK hlutu styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Vinsælast

Margvísleg verkefni hlutu styrki úr vorúthlutun Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ. Sjóðurinn úthlutaði rétt tæpum 12,6 milljónum króna til 73 verkefna. Alls bárust 82 umsóknir um styrki til sjóðsins. Átta verkefni aðildarfélaga HSK hlutu styrk að þessu sinni.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt, allt frá þjálfaranámskeiðum og eflingu badmintons, fræðsluerinda ýmiss konar, fræðsluferða til Danmerkur, til sagnaritunar og margs fleira.

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Að hausti opnar fyrir umsóknir 1. október og er hægt að senda umsóknir inn til og með 1. nóvember. Aðildarfélög eru hvött til að sækja um í haust. Það fær enginn styrk úr sjóðnum nema sótt sé um.

Verkefni innan HSK sem hlutu styrk:

Félag/deild Verkefni Upphæð
Motocrossdeild Umf. Selfoss Keppnistjóranámskeið í Rugby í Bretlandi á vegum FIM 150.000 kr
Fimleikadeild Umf. Þór Þjálfaranámskeið 300.000 kr
Umf. Biskupstungna Málstofa um íþróttamál í Uppsveitum 50.000 kr
Knattspyrnufélag Rangæinga Endurmenntunarferð þjálfara til Danmerkur 200.000 kr
Körfuknattleiksfélag Selfoss Karakter í Selfoss Körfu 288.000 kr
Fimleikadeild Umf. Selfoss Þjálfaranámskeið 110.000 kr
Fimleikadeild Umf. Selfoss Fræðsluferð til Danmerkur 200.000 kr
Fimleikadeild Umf. Selfoss Móttökunámskeið 75.000 kr
Samtals 1.373.000 kr

Nýjar fréttir