11.7 C
Selfoss

Fengu 60 þúsund krónur fyrir málverkin sín

Vinsælast

Leikskólinn Krakkaborg þakkar öllum gestum sem komu á opna húsið og á Fjör í Flóa kærlega fyrir komuna, og sérstakar þakkir til þeirra sem tóku þátt í uppboði á sameiginlegum listaverkum sem allir nemendur skólans komu að og voru boðin upp á hátíðinni. Hugmyndin var að safna með þessum hætti fyrir kaupum á nýjum bókum í bókasafn leikskólans því eins og alþjóð veit er lestur, að lesa fyrir og að lesa með börnum, ein besta leið til málörvunar og þjálfunar fyrir lestraráhuga og læsi síðar meir. Gaman er að segja frá því að samtals fengust sextíu þúsund krónur fyrir málverkin. Nú verður aldeilis gaman hjá okkur að lesa nýju bækurnar.

Ljósmynd: Aðsend.

Leikskólinn Krakkaborg

Nýjar fréttir