Líf og fjör var þegar handknattleiksdeild Selfoss gerði upp liðið tímabil í maíblíðunni í Hvíta Húsinu. Dagskráin var með hefðbundnu sniði, bongóblíða, hinn lauflétti Ingvar Örn Ákason stýrði partýinu. Verðlaun og viðurkenningar voru veitt, glæsilegt steikarhlaðborð frá Hvíta Húsinu, skemmtidagskrá meistaraflokks karla, happdrætti, uppboð og kvöldinu svo lokað með trúbadornum Hlyni Héðins.
Heiðurshjónin Eva Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Þór Eyvindsson voru útnefnd félagi ársins og munu því varðveita Hildarbikarinn næsta árið. Þau hafa unnið baki brotnu á svo til öllum heimaleikjum mfl. kvenna og karla, mætt á öll yngri flokkamót og ýmsar fjáraflanir. Þá er sjaldgæft að komast á útileik hjá Selfossliði þar sem þau eru ekki mætt. Eins og formaður handknattleiksdeildar kom inn á í ræðu sinni á lokahófinu, þá væri útilokað að halda út öflugu starfi í íþróttalífinu á Íslandi án sjálfboðaliðans. Því er fólk eins og Eva og Steini ómetanlegt fyrir hvaða félag sem er.
Því næst mætti Helgi Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss á lokahófið, þar sæmdi hann Árna Þór Grétarssyni silfurmerki Ungmennafélagsins fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Árni hefur verið vægt til orða tekið vel virkur í starfi handknattleiksdeildarinnar um árabil, farið yfir sjó og heiðar með handboltafólki á ýmsum aldri, starfað á heimaleikjum og svo væri hægt að halda áfram. Máttur sjálfboðaliðans er öllum félögum ómetanlegur.
Ár hvert eru einstaklingsverðlaun veitt. Hér eru verðlaunahafar lokahófs hkd:
U-lið
Markakóngur – Hákon Garri Gestsson, 98 mörk
Leikmaður ársins – Skarphéðinn Steinn Sveinsson
Meistaraflokkur kvenna
Markadrottning – Perla Ruth Albertsdóttir, 118 mörk
Sóknarmaður ársins – Harpa Valey Gylfadóttir
Varnarmaður ársins – Hulda Dís Þrastardóttir
Efnilegasti leikmaðurinn – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir
Baráttubikarinn – Katla María Magnúsdóttir
Leikmaður ársins – Perla Ruth Albertsdóttir
Meistaraflokkur karla
Markakóngur – Hannes Höskuldsson, 135 mörk
Sóknarmaður ársins – Sölvi Svavarsson
Varnarmaður ársins – Valdimar Örn Ingvarsson
Efnilegasti leikmaðurinn – Jónas Karl Gunnlaugsson
Baráttubikarinn – Tryggvi Sigurberg Traustason
Leikmaður ársins – Hannes Höskuldsson
Leikjaviðurkenningar
Hulda Dís Þrastardóttir, 200 leikir
Guðjón Baldur Ómarsson, 200 leikir
Elvar Elí Hallgrímsson, 100 leikir

Ljósmynd: Aðsend.

Ljósmynd: Aðsend.