11.7 C
Selfoss

Hrafnhildur Inga á Kvoslæk

Vinsælast

Gleðistund verður á Kvoslæk í Fljótshlíð, laugardaginn 14. júní klukkan 15:00, þegar Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari frá Vestur-Sámsstöðum, nú búsett á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð, kynnir listköpun sína undir fyrirsögninni: Frá hagahliðinu.

Þetta er 14. sumarið sem heimilisfólkið á Kvoslæk, Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason, bjóða til menningarviðburða í Hlöðunni hjá sér. Að þessu sinni verða viðburðirnir fimm og er Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir fyrsti listamaðurinn sem kemur fram í sumar.

Hrafnhildur Inga fæddist 19. mars 1946 að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hún hefur lengst af búið á höfuðborgarsvæðinu en hefur snúið á heimaslóðir á ný og býr nú jöfnum höndum í Garðabæ og á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð við bakka Þverár. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Listaháskóla Íslands 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999-2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.

Hrafnhildur Inga hefur eingöngu verið við myndlist undanfarin 25 ár. Hún heldur reglulega einkasýningar í Gallerí Fold auk einkasýninga víðar, m.a. í Hafnarborg árið 2007, Artóteki 2012 og í Vínarborg 2024. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og listamessum víða um heim.

Nýjar fréttir