11.7 C
Selfoss

Ný sölusíða með norræn útihúsgögn komin í loftið

Vinsælast

Í mars síðastliðnum setti Gunnar Svanur Einarsson nýja sölusíðu í loftið – útihúsgögn.is, þar sem áhersla er lögð á vönduð og náttúruleg útihúsgögn smíðuð úr þykkum harðviði. Þar má finna falleg garðsett og staka garðbekki úr eik og Douglasgreni (Degli), efni sem þekkt eru fyrir styrk, slitþol og langa endingu í íslenskum aðstæðum.

Húsgögnin eru hönnuð með norrænan stíl að leiðarljósi og handsmíðuð í Danmörku, þar sem fagmennska og efnisval eru í fyrirrúmi. Öll húsgögnin eru gerð til að standast veður og vind allt árið um kring, án þess að krefjast mikils viðhalds.

Úrvalið spannar allt frá garðsettum með náttúrulegri áferð og köntum, yfir í útihúsgögn með sléttri áferð og beinum línum fyrir þá sem kjósa nútímalegri stíl. Einnig er í boði að láta grafa áletrun í bakið á bekkjum, t.d. með nafni, áletrun eða nafni hússins – sem hentar vel fyrir sumarhús, fyrirtæki eða sveitarfélög.

Frí heimsending er í boði á Suðvesturlandi, og sendingar eða afhendingar eru einnig í boði um allt land. Lager og sölusvæði útihúsgagna.is er staðsett í Ölfusi, rétt milli Hveragerðis og Selfoss, og útihúsgögn.is er fyrst og fremst sölusíða á netinu, en hægt er að skoða húsgögnin eftir samkomulagi fyrir þá sem vilja sjá vöruna í nærveru.

„Við viljum bjóða fólki upp á traust, falleg og endingargóð útihúsgögn sem hægt er að njóta í mörg ár án mikils viðhalds,“ segir Gunnar Svanur, stofnandi og eigandi útihúsgögn.is.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.utihusgogn.is, þar sem einnig má skoða verð, myndir og útfærslur af hverri vöru.

Nýjar fréttir