11.7 C
Selfoss

Karrýkjúklingur með rúsínum

Vinsælast

Sindri Freyr Eiðsson er matgæðingur vikunnar. 

Ég vil byrja á því að þakka Hafþóri Ara (sem flestir þekkja sem sósukónginn Lambþór) fyrir þessa áskorun og frábæra uppskrift. Íslenska lambið klikkar seint.

Ég ætla þó að fara aðra leið og koma með auðvelda uppskrift sem fæstir í fjölskyldunni ættu að vera sviknir af. Það er karrýkjúklingur með rúsínum.

Uppskrift

• 500 g kjúklingabringur, skornar í bita

• 1 laukur, saxaður

• 2 hvítlauksgeirar, pressaðir

• 1 msk. karrý

• 1 tsk túrmerik (eftir smekk)

• 1 bolli rúsínur

• 1 dós kókosmjólk

• Salt og pipar

• Ólífuolía

• Hrísgrjón

Aðferð

• Steiktu lauk og hvítlauk í potti þar til laukarnir eru mjúkir.

• Bættu kjúklingnum við og brúnaðu. Kryddaðu með karrýi og túrmeriki.

• Helltu kókosmjólkinni yfir og bættu rúsínum við.

• Látið malla í 15–20 mínútur. Smakkaðu svo til með salti og pipar.

• Borið fram með hrísgrjónum og jafnvel smá fersku kóríander

Í eftirrétt er frábært að bjóða upp á heita kanilsnúða með rúsínum með mjólk fyrir börnin og hvítan rússa fyrir fullorðna.

Ég skora á talnasnillinginn og samningamanninn Heiðar (Hædí) Þór Karlsson. Hann er sá vinur sem getur ekki haldið aftur af sér og er oftar en ekki kominn með puttana í eldamennskuna hvert sem hann fer. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða stjörnukokkauppskrift hann býður upp á.

Nýjar fréttir