11.7 C
Selfoss

Hamar-Þór spilar í Bónusdeildinni á næsta tímabili

Vinsælast

Sameiginlegt lið Hamars og Þórs í körfubolta hefur fengið boð til að taka þátt í Bónusdeild kvenna í körfbolta á næsta tímabili. Liðið spilaði í deild þeirra bestu á síðastliðnu tímabili en féllu eftir harða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

Ástæðan fyrir því að liðið fékk boð um að spila í efstu deild er sú að á dögunum bárust fréttir af því að Þór á Akureyri hafi ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónusdeildinni og skrá liðið í staðinn í 1. deild á næsta tímabili.

„Stjórn félagsins hefur rætt boðið og rætt við leikmenn og niðurstaða stjórnar var sú að þiggja boðið og vera með lið í Bónusdeildinni á komandi tímabili. Þetta er ánægjuleg niðurstaða fyrir Hamar-Þór en um leið mikil áskorun fyrir ungt lið í uppbyggingarstarfi,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu liðsins.

„Er það von allra sem að liðinu standa að Sunnlendingar allir séu sáttir við niðurstöðuna og styðji liðið og starfið í baráttunni framundan líkt og hingað til.“

Nýjar fréttir