11.7 C
Selfoss

Glæsileg vortónleikaröð og skólaslit Tónskóla Mýrdalshrepps

Vinsælast

Vortónleikaröð Tónskóla Mýrdalshrepps hófst með glæsibrag á vorhátíðinni Vor í Vík með tónleikum Kammerkórs Tónskólans í Víkurkirkju á sumardeginum fyrsta. Á efnisskránni voru fjölmörg skemmtileg lög, erlend og íslensk, allt frá Óðurinn til gleðinnar eftir Ludwig Van Beethoven til We will rock you eftir Queen eða Ó, blessuð vertu sumarsól. Á tónleikunum komu fram fleiri en þrjátíu tónlistarnemendur og voru þeir vel sóttir. Tónskólinn var áberandi á þessu ári á hátíðinni Vor í Vík. Vortónleikar voru í Icewear, Súpufélaginu, Hjallatúni og Leikskálum og alls staðar var ríkjandi tónlistargleði.

1. maí söng Kammerkórinn á tónleikunum með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Evu Ollikanien og var það ógleymanlegt að sögn Alexöndru Chernyshovu tónskólastjóra. Það má sannarlega segja að Kammerkór Tónskólans og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi sungið sig inn í hjarta Mýrdælinga á þessum tónleikum. Flutningur á laginu Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns verður lengi í minningu áhorfenda,“ segir hún einnig.

8. maí tók Tónskólinn á móti 52 manna ungmennahljómsveit frá Westmont College undir stjórn Dr. Ruth Lin. Það var viðburður á vegum Tónklúbbsins N.11. Það var frábær stemmning í salnum, margar forvitnilegar spurningar og skemmtileg hljóðfærakynning hjá hljómsveitinni. Eftirminningarlegur var flutningur af laginu úr Star Wars eftir John Williams. Í lok dagskrárinnar söng Alexandra Chernyshova og dansaði Vikivaki úr frumsömdu óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“ og bauð erlendum gestunum að dansa með, sem vakti mikla lukku.

Mikið var gaman að sjá afreksturinn í vor á Vortónleikunum tónskólans í Leikskálum sem nemendur í öllum greinum komu fram á, sungu og spiluðu á ólík hljóðfæri,“ segir Alexandra.

Á þessu skólaári tóku 15 nemendur 1. og 2. stigs nám í söng, píanó, gítar, bassagítar, trommur og tónfræði. 

26. maí voru hátíðarleg skólaslit í Tónskólanum með tónlistaratriðum, viðurkenningum og námsstyrkjum. 

Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.

Þetta skólaár 2024-2025 fá nemendur á leik- og grunnskólaaldri viðurkenningar í öllum deildum og fá inneign í áframhaldandi nám við tónskólann sem nemur 5.000 kr. Þetta ár kemur námstyrkurinn frá tónleikaröðinni Sunnlenskum Tónblæ.

· Framtíðartónlistarvon tónlistarskólans – Helena Kalandyk ( söngur) (4 – 5 ára) 

· Framtíðartónlistarvon tónlistarskólans – Katrín Jóhannsdóttir ( píanó ) (1.-3. bekk)

· Söngur – Laufey Atladóttir Waagfjörð 

· Píanó – Freyja Atladóttir Waagfjörð

· Gítar – Hilmir Blær Jónsson

· Trommur – Ýmir Hrafn Richardt Sveinsson 

· Horn – Hilmir Blær Jónsson

· Klarínétt – Laufey Atladóttir Waagfjörð

· Syngjandi alda – Harpa Sóllilja Ólafsdóttir 

· Tónfræði – Ingólfur Atlason Waagfjörð

Nýjar fréttir