Selfyssingurinn Örn Davíðsson vann til silfurverðlauna í spjótkasti karla á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru á dögunum. Hann kastaði spjótinu 68,08m en Amir Papazi sigraði með 69,68m löngu kasti. Örn er 35 ára og enn í fremstu röð spjótkastara á Íslandi. Hann á HSK-metið í karlaflokki sem hann náði á Smáþjóðaleikunum fyrir tveimur árum þegar hann kastaði 71,69m.
Örn með silfur á Smáþjóðaleikunum
