11.7 C
Selfoss

Uppboð á listaverkum á hátíðinni Fjör í Flóa

Vinsælast

Leikskólinn Krakkaborg safnar sér fyrir nýjum bókum að lesa. Nemendur hafa leikið og lært af kappi í allan vetur og bjóða nú vinum og velunnurum á opið hús föstudaginn 30. maí kl. 14:00-16:00.

Nemendur hafa nú á vormánuðum unnið listaverk í sameiningu. Fólki gefst kostur á að virða fyrir sér listaverkin í Félagsheimilinu Þingborg á hátíðinni Fjör í Flóa. Þau sem vilja geta svo tekið þátt í hljóðu uppboði, boðið í listaverkin og þannig stutt við bakið á nemendum og starfsfólki leikskólans sem vinnur að því að efla læsi og lestraráhuga nemenda.

Hljótt uppboð fer þannig fram að við hvert listaverk eru blöð sem áhugasamir geta skráð nafn sitt, síma og netfang ásamt þeirri upphæð sem viðkomandi er tilbúinn að greiða fyrir verkið. Upphafsboð er kr. 3025.

Blöðin eru sett í merktan póstkassa. Þau sem ekki hafa tök á að sækja hátíðina geta boðið í verk með því að senda tölvupóst til bókara sveitarfélagsins hafdis@floahreppur.is

Uppboðið mun standa til 10. júní til kl. 12:00.

Hæstbjóðandi á hverju verki fær verkið afhent gegn greiðslu á skrifstofu Flóahrepps.

Fuglar.
Leikur.
Sólarlag í sæ.
Ull er gull.

Nýjar fréttir