11.7 C
Selfoss

SLYSH gefur út nýtt lag

Vinsælast

Strákahljómsveitin SLYSH úr Hveragerði hefur gefið út nýtt lag sem ber heitir Morte og fjallar um hræðsluna við það að missa einhvern nákominn sér. Auk þess koma tvö önnur lög eftir þá út á næstunni.

Strákarnir hafa einnig gefið út lagið Ready, Set, Go! og hafa verið að gera góða hluti síðan hljómsveitin var stofnuð. Þeir eru búnir að starfa í tæp þrjú ár. Bandið byrjaði í hljómsveitarvali í Grunnskólanum í Hveragerði þegar drengirnir voru þá 14 og 15 ára.

Síðan þá hafa þeir tekið þátt á Samfés, Söngkeppni framhaldsskólanna, Músíktilraunum og haldið nokkra tónleika svo eitthvað sé nefnt.

„Margir af eldri tónlistarmönnum auk Einars Bárðarsonar hafa verið að fylgja drengjunum og eru ótrúlega spenntir að fylgjast með þeim. Þar með taldir Páll Rósinkrans, Magni Þór Ásgeirsson, Krummi Björgvins, Einar Ágúst úr Skítamóral, Gréta Salóme og margir fleiri,“ segir Kristín Eir Helgadóttir, móðir Gísla Freys, söngvara hljómsveitarinnar.

Hægt er að hlusta á nýja lagið þeirra hér að neðan.

Nýjar fréttir