11.7 C
Selfoss

Hægeldað lambalæri

Vinsælast

Hafþór Ari Sævarsson er matgæðingur vikunnar.

Ég vil þakka retail-meistaranum honum Alexander fyrir áskorunina og þennan frábæra pastarétt. Ég er búinn að vera með hann í matinn núna fimm daga í röð.

En ég ætla að koma með uppskrift að frábæru hægelduðu lambalæri því ekkert er betra en gott lambakjöt og er ég stundum kallaður Lambþór því mér þykir lambakjöt svo gott.

Uppskrift

2,5-3 kg lambalæri
Lambakjötskrydd
Ólífuolía
1 x laukur
2 gulrætur
500 ml vatn

Aðferð

1. Hitið ofninn í 100°C.
2. Skolið og þerrið lærið, berið næst á það ólífuolíu og kryddið vel allan hringinn.
3. Setjið lærið í steikarpott ásamt lauk, gulrótum og vatni.
4. Setjið lokið á pottinn og eldið í um 4-5 klukkustundir eða þar til kjarnhiti hefur náð 60-65°C.
5. Hækkið þá hitann í 220°C og setjið lærið aftur inn í um 20 mínútur eða þar til það hefur fengið á sig stökka húð.
6. Leyfið lærinu að hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið í það.

Best er að hafa með þessu karöflur úr flóanum, ORA grænar baunir og Nonna litla bernaisessósu.

Í eftirrétt er Nóa konfekt og Irish Coffee.

Ég skora á kauphallarprinsinn hann „Rúsí“ Sindra Frey Eiðsson. Ef ég þekki hann rétt þá kemur hann með einhverja matarsleggju sem enginn ætti að vera svikinn af. 

Nýjar fréttir