11.7 C
Selfoss

Bjartur kisuhúfa

Vinsælast

Prjónauppskrift mánaðarins frá Bobbýjardætrum er Bjartur kisuhúfa.

Stærðir

Aldur 3-6 mán 6-12 mán 1-2 ára 2-3 ára 3-4 ára
Ummál 40-42 44-46 cm 46-50 cm 50-54 cm 52-54

Athugið að börn eru misjafnlega höfuðstór og því er góð regla að taka mál af ummáli höfuðs. Stærðir hér að ofan eru aðeins til viðmiðunar.

GARN:

Bamboo frá Viking-garn 50 gr. = 110 m.

Garnið fæst hjá Bobbý Hveragerði og bobby.is.

Aldur 3-6 mán 6-12 mán 1-2 ára 2-3 ára 3-4 ára
Garnmagn 50 gr. 100 gr. 100 gr. 100 gr 100 gr.
Garn íandlit 50 gr. 50 gr. 50 gr. 50 gr. 50 gr.

Notið dekkra garn en er í húfunni til að sauma andlitið.

Prjónfesta: 22 L / 10 cm á prjóna nr.3.5.

ÞAÐ SEM ÞARF:

Hringprjóna nr. 3 og 3.5 40 cm. og nál til að sauma andlit og til frágangs.

TÆKNIUPPLÝSINGAR:

Húfan er prjónuð í hring, með stuttum umferðum til að mynda eyrnaflipa, ekki er gert ráð fyrir eyrnaflipa á tveimur stærstu stærðunum.

Kisuandlitið er saumað í með flatsaumi og lykkjuspori.

Flatsaumur: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1661&lang=is

Lykkjuspor: https://www.garnstudio.com/video.php?id=40&lang=is

STUTTAR UMFERÐIR

Prjónið 2 lykkjur og snúið við, fyrsta lykkja tekin óprjónuð fram af með bandið fyrir framan, prjónið brugðið til baka 3 lykkjur = 4 á prjóninum, þetta eru lykkjurnar sem munumynda eyrnaflipa, snúið við. Fyrsta lykkja er tekin fram af með bandið fyrir aftan, prjóna slétt = 5 lykkjur.

Þetta er gert þar til að lykkjufjölda er náð á eyrnaflipanum!

BJARTUR KISUHÚFA – UPPSKRIFT

Fitjið upp 80 – 96 –104 – 108 – 108 lykkjur á prjón 3 mm setjið prjónamerki í byrjun til að marka upphaf og endi á umferðum.

Prjóna stroff 1 slétt og 1 brugðin 3 umferðir á þremur minnstu stærðunum, 5-6 umferðir á stærstu húfunni.

EYRNAFLIPAR MÓTAÐIR:

ÞRJÁR MINNSTU STÆRÐIRNAR: Prjónið 16 – 19 – 21 lykkjur slétt, snúið við. Prjónið 2 lykkjur, snúið við (stuttar umferðir). Munið að taka fyrstu lykkjuna óprjónaða fram af með bandið fyrir framan þegar prjóna á brugðið og bandið fyrir aftan þegar prjónað er slétt.

Þetta er endurtekið þar til að lykkjurnar eru orðnar 20 – 26 – 27 L.

Nú er fyrri eyrnaflipinn kominn og þá eru prjónaðar 61 – 73 88 lykkjur slétt, talið frábyrjun prjóns (prjónamerki) þá er seinni eyrnaflipi mótaður, snúið við, prjónið 3 lykkjur, snúið við, svona er haldið áfram þar til að lykkjufjölda er náð 20 – 26 – 27 L.

Klárið umferðina að prjónamerki!

Allar stærðir:
Prjónið slétt prjón þar til að stykkið mælist ca 14 – 15 – 17 – 18 – 19 cm.
Prjónið saman kollinn á röngunni.

BÖND Á HÚFUNA:

Takið upp 3-4 lykkjur neðst á eyrnaflipanum og prjónið Icord snúru ca 15-20 cm. eða gerið snúruna í snúruvél.

Andlitið á kisu er svo saumað með lykkjuspori og flatsaumi.
Finnið miðjuna að framan og staðsetjið andlitið eftir því.
Gott að þræða spotta í miðjuna svo kisa verði á miðjunni.

Kisuandlitið er saumað í með flatsaumi og lykkjuspori.

Flatsaumur: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1661&lang=is

Lykkjuspor: https://www.garnstudio.com/video.php?id=40&lang=is

Nýjar fréttir