11.7 C
Selfoss

Agla Ósk keppir á sínu fyrsta erlenda móti

Vinsælast

Agla Ósk Ólafsdóttir úr Judofélagi Suðurlands er á leið til Lundar í Svíþjóð þar sem hún mun keppa í Judo á BUDO NORD CUP fimmtudaginn 29. maí. Þetta er fyrsta erlenda mót Öglu og verður spennandi að sjá hvernig henni gengur.

Agla mun keppa í flokki undir 18 ára, hún hefur á stuttum ferli náð ótrúlegum framförum í íþróttinni og er til alls líkleg.

Með Öglu fer Sara N. Ingólfsdóttir sem farastjóri og þjálfari en Sara á stóran þátt í undirbúningi og þjálfun Öglu.

Nýjar fréttir