Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Andorra dagana 26. til 31. maí. Níu íslenskir þátttakendur í judo verða á meðal keppenda og þar af leiðandi einn úr Júdofélagi Selfoss.
Það eru þau Kjartan Hreiðarsson (-100 kg) Aðalsteinn Karl Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason (-90 kg), Böðvar Arnarsson, úr Judofélagi Selfoss, og Mikael Ísaksson (-81 kg) Gylfi Jónsson (-73 kg) Helena Bjarnadóttir (-63 kg), Weronika Komendera (-57 kg) og Eyja Viborg (-52 kg). Með þeim í för er Gísli Egilsson flokkstjóri og þjálfarar þeir Þormóður Árni Jónsson og Zaza Simonishvili.