11.7 C
Selfoss

Okkar orlof í takt við tímann

Vinsælast

Dagana 28. september – 2. október næstkomandi verður orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallarsýslu haldið á Hótel Örk í Hveragerði. „Það er mikið gleðiefni því okkar orlof er sannarlega í takt við tímann. Frá 1976 hefur húsmæðraorlof okkar verið með sama sniði, aldrei farið í utanlandsferðir heldur alltaf samvera ýmist í skólum eða hótelum og oftast hér í heimabyggðum sem þá styrkir innviði þeirra,“ segir í tilkynningu frá nefndinni.

„Aðstaðan á Hótel Örk er til fyrirmyndar – gott aðgengi, lyfta, margir salir til afnota, sundlaug, gufubað og heitir pottar. Hótelið á þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan viðurgjörning. Ekki spillir fyrir að Hveragerði er fallegur bær til gönguferða og öll nauðsynleg þjónusta þar til staðar.

Í orlofinu er skipulögð dagskrá alla dagana. Á morgnana er stólajóga og bingó og fyrirlestur eða annað skemmtilegt á kvöldin. Þess utan geta þær sem mæta slakað á eða notið samverunnar í prjónaskap, spjalli og söng. Einn dag er alltaf farið í dagsferð með rútu og áhugaverðir staðir skoðaðir.

Orlofið hefur ávallt verið vel sótt en 89 konur mættu í fyrra og var almenn ánægja með það og er von okkar og trú að konur fái að njóta þess áfram um ókomin ár,“ segir nefndin að lokum.

Nýjar fréttir