11.7 C
Selfoss

Kynleg og kímin stuttverkahátíð hjá Leikfélagi Hveragerðis

Vinsælast

Leikfélag Hveragerðis stendur fyrir stuttverkahátíð í leikhúsinu að Austurmörk 23 miðvikudaginn 28. maí. Húsið opnar með fordrykk og spjalli klukkan 19:30 og sýningin sjálf hefst klukkan 20:30.

Félagar leikfélagsins sjá sjálfir um allt sem kemur að sýningunni. Tilgangur hátíðarinnar er að leyfa bæði reyndum og óreyndum að spreyta sig á því að leika og leikstýra og eru sumir sem fara í bæði hlutverk. Tíu stuttverk verða flutt og eru þau undir yfirheitinu Kynlegt og kímið.

„Okkur finnst mikilvægt að bjóða upp á meira en bara eitt leikverk á ári í leikhúsinu okkar. Við erum með húsnæði sem hægt er að nýta í ýmislegt og erum við spennt að sjá hvernig svona stuttverkahátíð mælist fyrir. Þarna eru að stíga á svið bæði reyndir leikarar félagsins ásamt nokkrum nýjum félögum. Einnig hafa margir haft áhuga á að leikstýra í gegnum árin en ekki fengið tækifæri til. Þarna er því fínn vettvangur fyrir fólk að spreyta sig á því,“ segir Hrefna Ósk Jónsdóttir, stjórnarmeðlimur leikfélagsins.

Miðasala er á tix.is undir nafninu Kynlegt og kímið – stuttverkadagskrá.

Nýjar fréttir