Kaffi Krús og Konungskaffi stóðu fyrir árlegri kökukeppni í gær. Keppt var um bestu ostakökuna, bestu brauðtertuna og frumlegustu kökuna. 21 kaka var í keppninni og var úr vöndu að ráða.
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir frá Reykjavík átti vinningsbrauðtertuna sem var skonsuterta með hangikjötssalati. Að mati dómnefndar var tertan virkilega góð, allir þættir bragðgóðir og skinu þeir í gegn. „Þetta er augljós klassíker, kjarninn í íslensku sveitaeldhúsi.“

Ljósmynd: Aðsend.
Vinningsostakakan var sumarsæla frá Jónínu Guðnýju Jóhannsdóttur frá Selfossi. „Besta kakan, fjögur lög af mismunandi áferð sem tóna fullkomlega saman. Sumarsæla í munni sem stendur fullkomlega undir nafni,“ segir í tilkynningu frá dómnefndinni.

Ljósmynd: Aðsend.
Frumlegasta kakan var Rabarbara/engifer ostakaka sem Anna Halla Hallsdóttir úr Hveragerði gerði. „Íslenska sumarið sett í köku. Rabbarbara og engifer fusion bræðingur sem tónar vel saman og er spennandi nýjung,“ segir dómnefndin.

Ljósmynd: Aðsend.