11.7 C
Selfoss

Ný aðstaða opnuð fyrir Talþjálfun Suðurlands, Heilsulind og Hug sálfræðiþjónustu

Vinsælast

Þann 16. maí síðastliðinn var opnunarteiti í kjallaranum Miðgarði á Selfossi þar sem opnaði ný og glæsileg aðstaða Talþjálfunar Suðurlands, Heilsulindar og Hugs sálfræðiþjónustu.

Hjá Talþjálfun Suðurlands starfa átta talmeinafræðingar sem sinna talþjálfun, greiningum og ráðgjöf hjá fullorðnum og börnum. Starfsemin var áður á Austurvegi 42 í tveimur stofum en nú hefur stofunum fjölgað í fimm og þar starfa átta talmeinafræðingar. Það er fagnaðarefni þar sem biðlistar talmeinafræðinga eru langir og nú er hægt að bjóða fleiri talmeinafræðingum aðstöðu. Frekari upplýsingar má finna á www.talsud.is

Heilsulindin er meðferðarstofa með fjölbreytt meðferðarform í boði, sem stuðlar að bættri heilsu og líðan viðskiptavina sinna. Starfsemi Heilsulindarinnar byrjaði á sama stað 2005 í desember og er því búin að vera í tæp 20 ár í Miðgarði. Meðferðaraðilar eru núna níu alls með sex stofur til afnota. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta eftir algjörar endurbætur á húsnæðinu. Meðferðir sem m.a. eru í boði eru augnlestur, bandvefslosun, biofeedback system, bowentækni, dáleiðsla, heilun, heilsuráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, nálastungur, fjölbreyttar nuddaðferðir, ilmkjarnaolíumeðferð, pohltherapie, markþjálfun, námskeið, tellington touch o.fl. Hægt er að finna upplýsingar um stofuna á heilsulindin.com.

Hugur sálfræðiþjónusta sinnir almennri sálfræðimeðferð fyrir fullorðna og var áður til húsa í Fjölheimum, Tryggvagötu 13.
Hugur sálfræðiþjónusta sinnir m.a. meðferð við áföllum, kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati út frá EMDR (e. Eye Movement Desensitization and Reprocessing) og hugrænni atferlismeðferð (HAM).
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og panta viðtal á www.hugur.is.

Nýjar fréttir