Laugardaginn 24. maí klukkan 15:00 verður fyrirlestur á ensku um fornleifauppgröftinn í Skálholti á árunum 2002 – 2007. Gavin Lucas, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, vann við uppgröftinn og segir frá honum, fer yfir aðrar fornleifarannsóknir í Skálholti og ræðir hvað við höfum lært af nýlegri rannsóknum á lífinu í Skálholti á 17. og 18. öld.
Allir viðburðir eru ókeypis og öllum opnir. Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og býður meðal annars upp á tilboð á súpu dagsins og brauði.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði Suðurlands.
Myndirnar hér að neðan sýna vettvangsvinnuna og nokkra hluti sem fundust við fornleifauppgröftinn í Skálholti á árunum 2002 til 2007.