11.7 C
Selfoss

Eva María með silfur á ACC Championship

Vinsælast

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir tók þátt í ACC Championship í frjálsíþróttum þann 17. maí síðastliðinn. Mótið er árleg keppni á vegum Atlantic Coast Conference (ACC), sem tilheyrir bandarískri háskólaíþróttadeild. Þar kepptu fulltrúar 18 háskóla innan ACC-deildarinnar.

Eva María stóð sig afar vel og stökk 1,80 metra í hástökki í fyrstu tilraun sinni, sem tryggði henni silfurverðlaun. Hún reyndi einnig við 1,83 metra og átti þar góðar tilraunir, en besti árangur hennar utanhúss er 1,81 metrar. Eva keppir fyrir háskólann í Pittsburgh, en sigurvegarinn í greininni, sem stökk yfir 1,86 metra, keppir fyrir háskólann í Virginia.

Nýjar fréttir